Gomez með fernu í stórsigri Bayern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2012 19:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Bayern München sýndi sannkallaða Barcelona-takta þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Basel í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Allianz Arena í München í vor og ef marka má frammistöðu þýska liðsins í gær er allt eins líklegt að Bayern verði þar á heimavelli. Basel vann fyrri leikinn 1-0 en það var ljóst frá byrjun að þetta yrði langt og erfitt kvöld fyrir Svisslendingana sem voru mörgum númerum of litlir í kvöld. Arjen Robben og Franck Ribery fóru á kostum á köntunum og Mario Gomez var sem fyrr réttur maður á réttum stað í teignum. Gomez skoraði fjögur markanna og hefur þar með skorað 10 mörk í 7 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili - sannkallaðar Messi-tölur á ferðinni þar. Arjen Robben kom Bayern í 1-0 eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann hafði þá heppnina með sér þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir að skot Thomas Müller fór í varnarmann. Thomas Müller kom Bayern síðan í 2-0 á 41. mínútu með skoti úr markteignum eftir fyrirgjöf frá Arjen Robben og þremur mínútum síðar var Mario Gomez búinn að skora þriðja markið eftir aukaspyrnu og sendingu Holger Badstuber. Gomez skoraði síðan þrjú mörk á fyrstu 22 mínútunum í seinni hálfleik og var þar með kominn með fernu í leiknum. Franck Ribery lagði upp öll mörkin fyrir hann. Arjen Robben hóf markaveisluna á 10. mínútu og það var síðan hann sem batt endi á hana með því að skora sjöunda markið níu mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fengið stungusendingu frá Bastian Schweinsteiger. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Bayern München sýndi sannkallaða Barcelona-takta þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Basel í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Allianz Arena í München í vor og ef marka má frammistöðu þýska liðsins í gær er allt eins líklegt að Bayern verði þar á heimavelli. Basel vann fyrri leikinn 1-0 en það var ljóst frá byrjun að þetta yrði langt og erfitt kvöld fyrir Svisslendingana sem voru mörgum númerum of litlir í kvöld. Arjen Robben og Franck Ribery fóru á kostum á köntunum og Mario Gomez var sem fyrr réttur maður á réttum stað í teignum. Gomez skoraði fjögur markanna og hefur þar með skorað 10 mörk í 7 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili - sannkallaðar Messi-tölur á ferðinni þar. Arjen Robben kom Bayern í 1-0 eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann hafði þá heppnina með sér þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir að skot Thomas Müller fór í varnarmann. Thomas Müller kom Bayern síðan í 2-0 á 41. mínútu með skoti úr markteignum eftir fyrirgjöf frá Arjen Robben og þremur mínútum síðar var Mario Gomez búinn að skora þriðja markið eftir aukaspyrnu og sendingu Holger Badstuber. Gomez skoraði síðan þrjú mörk á fyrstu 22 mínútunum í seinni hálfleik og var þar með kominn með fernu í leiknum. Franck Ribery lagði upp öll mörkin fyrir hann. Arjen Robben hóf markaveisluna á 10. mínútu og það var síðan hann sem batt endi á hana með því að skora sjöunda markið níu mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fengið stungusendingu frá Bastian Schweinsteiger.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira