Ragnheiður um ræðu Björns: "Þarna fór hann algjörlega yfir strikið" 13. mars 2012 15:10 Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði um ræðu Björns Vals Gíslasonar þingmanns VG í dag að sennilega væri þar um að ræða ósmekklegustu ræðu sem flutt hafi verið á þingi. „Þarna fór hann algjörlega yfir strikið," sagði Ragnheiður. Björn Valur fór í pontu til að ræða Landsdómsmálið og sagði meðal annars að við vitnaleiðslurnar hefði komið í ljós að stjórnvöld, undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefðu sýnt af sér fádæma andvaraleysi mánuðina og árin fyrir hrun. Björn sagði einnig að enginn stjórnmálamaður boðist til að axla ábyrgð, ekki hinn ákærði, ekki seðlabankastjóri eða fulltrúar eftirlitsstofnana og því væri „eina vonin að Landsdómur kveði upp úr með það hvar ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum."Hefði Steingrímur átt að upplýsa ríkisstjórn um aukin höft? Ragnheiður Elín sagðist annars hafa ætlað að ræða mál sem upplýstist í umræðunni um breytingu á lögum um gjaldeyrishöft í gær. Þá hafi Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar útskýrt af hverju Steingrímur J. Sigfússon hefði ekki flutt málið sem efnhags- og viðskiptaráðherra. „Þá var skýringin sú að það væri ekki hægt að fara með þetta fyrir ríkisstjórnarfund í morgun því þá hefði ekki gefist nægur tími til að klára löggjöfina." Ragnheiður sagði þetta merkileg svör og benti á líkindin við Landsdómsmálið og það sem Geir H. Haarde er meðal annars ákærður fyrir, það er, að hafa ekki upplýst ríkisstjórn nægilega vel um gang mikilvægra mála. „Nú var það upplýst hér í gær í umræðunni að hæstvirtur efnahags- og viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til að halda ráðherrafund eða upplýsa ríkisstjórn Íslands um það frumvarp sem varð hér að lögum í gær. Það skyldi þó ekki vera að það verði einshvertíma sá dómur, þó það verði ekki nema sögunnar, að þarna hafi verið um vítaverða vanrækslu að ræða." Alþingi Landsdómur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði um ræðu Björns Vals Gíslasonar þingmanns VG í dag að sennilega væri þar um að ræða ósmekklegustu ræðu sem flutt hafi verið á þingi. „Þarna fór hann algjörlega yfir strikið," sagði Ragnheiður. Björn Valur fór í pontu til að ræða Landsdómsmálið og sagði meðal annars að við vitnaleiðslurnar hefði komið í ljós að stjórnvöld, undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefðu sýnt af sér fádæma andvaraleysi mánuðina og árin fyrir hrun. Björn sagði einnig að enginn stjórnmálamaður boðist til að axla ábyrgð, ekki hinn ákærði, ekki seðlabankastjóri eða fulltrúar eftirlitsstofnana og því væri „eina vonin að Landsdómur kveði upp úr með það hvar ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum."Hefði Steingrímur átt að upplýsa ríkisstjórn um aukin höft? Ragnheiður Elín sagðist annars hafa ætlað að ræða mál sem upplýstist í umræðunni um breytingu á lögum um gjaldeyrishöft í gær. Þá hafi Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar útskýrt af hverju Steingrímur J. Sigfússon hefði ekki flutt málið sem efnhags- og viðskiptaráðherra. „Þá var skýringin sú að það væri ekki hægt að fara með þetta fyrir ríkisstjórnarfund í morgun því þá hefði ekki gefist nægur tími til að klára löggjöfina." Ragnheiður sagði þetta merkileg svör og benti á líkindin við Landsdómsmálið og það sem Geir H. Haarde er meðal annars ákærður fyrir, það er, að hafa ekki upplýst ríkisstjórn nægilega vel um gang mikilvægra mála. „Nú var það upplýst hér í gær í umræðunni að hæstvirtur efnahags- og viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til að halda ráðherrafund eða upplýsa ríkisstjórn Íslands um það frumvarp sem varð hér að lögum í gær. Það skyldi þó ekki vera að það verði einshvertíma sá dómur, þó það verði ekki nema sögunnar, að þarna hafi verið um vítaverða vanrækslu að ræða."
Alþingi Landsdómur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira