Meistaradeildin: Reynir spáir Bayern München sigri gegn Basel 13. mars 2012 12:15 Reynir Leósson, Þorsteinn J Vilhjálmsson, Heimir Guðjónsson og Pétur Marteinsson sjá um Meistaramörkin á Stöð 2 sport. Það er mikið í húfi í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Úrslitin í tveimur viðureignum ráðast og þýska stórliðið Bayern München bíður stór verkefni gegn svissneska liðinu Basel sem er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Ítalska liðið Inter er einnig undir eftir 1-0 tap á útivelli gegn Marseille. Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildinni er á því að þýska stálið komist áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Basel kom mörgum á óvart eftir 1-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum en það eru allar líkur á því að mótspyrnan verði mikil í kvöld. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Basel," sagði Reynir. Þeir hafa svo sem upplifað marga slíka hingað til í keppninni. Basel er með skemmtilegt lið, og það er gaman að horfa á þá. Þeir eru alltaf með tvo framherja og einnig á útivöllum. Englandsmeistaralið Manchester United lenti í tómu basli með framherja Basel á Old Trafford. Þar sýndu þeir Alexander Frei og Marco Streller hvað í þeim býr. Varnarleikur Basel er mjög skipulagður, og þeir eru fljótir að mynda tvær fjögurra manna línur þegar mótherjinn er með boltann. Þeir gera þessa hluti mjög vel, og eru góðir í því að færa liðið í þessa stöður. Hraður sóknarleikur er þeirra helsta vopn með þá Frei og Streller fremsta í flokki. Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka eru þeir sem búa til sóknaraðgerðir Basel á miðsvæðinu . Þrátt fyrir alla þessa kosti Basel þá er Bayern München of stórt verkefni fyrir þá og Þjóðverjarnir fara áfram í 8-liða úrslit," sagði Reynir en hann býst við því að Bayern München leggi áherslu á að pressa leikmenn Basel í varnarleiknum. „Þeir gerðu oft í fyrri leiknum. Eitt helsta einkenni Bayern München í sóknarleiknum er samvinna vængmanna og bakvarða. Þeir gera það virkilega vel. Frakkinn Franck Ribéry og Þjóðverjinn Philipp Lahm öðru meginn. Hollendingurinn Arjen Robben og Brasilíumaðurinn Rafinhia hinumegin. Í vítateignum er Mario Gómez gríðarlega sterkur ásamt þeirra fremsta miðjumanni Tony Kroos," sagði Reynir Leósson. Dagskrá kvöldsins í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Inter - Marseille [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Bayern München - Basel [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - ;eistaramörkin Meistaradeild Evrópu[Stöð 2 Sport] Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
Það er mikið í húfi í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Úrslitin í tveimur viðureignum ráðast og þýska stórliðið Bayern München bíður stór verkefni gegn svissneska liðinu Basel sem er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Ítalska liðið Inter er einnig undir eftir 1-0 tap á útivelli gegn Marseille. Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildinni er á því að þýska stálið komist áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Basel kom mörgum á óvart eftir 1-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum en það eru allar líkur á því að mótspyrnan verði mikil í kvöld. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Basel," sagði Reynir. Þeir hafa svo sem upplifað marga slíka hingað til í keppninni. Basel er með skemmtilegt lið, og það er gaman að horfa á þá. Þeir eru alltaf með tvo framherja og einnig á útivöllum. Englandsmeistaralið Manchester United lenti í tómu basli með framherja Basel á Old Trafford. Þar sýndu þeir Alexander Frei og Marco Streller hvað í þeim býr. Varnarleikur Basel er mjög skipulagður, og þeir eru fljótir að mynda tvær fjögurra manna línur þegar mótherjinn er með boltann. Þeir gera þessa hluti mjög vel, og eru góðir í því að færa liðið í þessa stöður. Hraður sóknarleikur er þeirra helsta vopn með þá Frei og Streller fremsta í flokki. Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka eru þeir sem búa til sóknaraðgerðir Basel á miðsvæðinu . Þrátt fyrir alla þessa kosti Basel þá er Bayern München of stórt verkefni fyrir þá og Þjóðverjarnir fara áfram í 8-liða úrslit," sagði Reynir en hann býst við því að Bayern München leggi áherslu á að pressa leikmenn Basel í varnarleiknum. „Þeir gerðu oft í fyrri leiknum. Eitt helsta einkenni Bayern München í sóknarleiknum er samvinna vængmanna og bakvarða. Þeir gera það virkilega vel. Frakkinn Franck Ribéry og Þjóðverjinn Philipp Lahm öðru meginn. Hollendingurinn Arjen Robben og Brasilíumaðurinn Rafinhia hinumegin. Í vítateignum er Mario Gómez gríðarlega sterkur ásamt þeirra fremsta miðjumanni Tony Kroos," sagði Reynir Leósson. Dagskrá kvöldsins í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Inter - Marseille [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Bayern München - Basel [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - ;eistaramörkin Meistaradeild Evrópu[Stöð 2 Sport]
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira