Meistaradeildin: Schweinsteiger fær mikið hrós frá þjálfaranum 13. mars 2012 09:45 Þýski landsliðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger fær mikið hrós frá þjálfara sínum, Jupp Heynckes, Getty Images / Nordic Photos Þýski landsliðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger fær mikið hrós frá þjálfara sínum, Jupp Heynckes, sem líkir Bayern München leikmanninum við Xavi og Andres Iniesta hjá Barcelona. Schweinsteiger hefur ekki leikið með þýska liðinu að undanförnu vegna meiðsla en hann gæti verið í byrjunarliðinu þegar Bayern München tekur á móti Basel í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Gengi Bayern München hefur ekki verið upp á það besta að undanförnu og eru margir á þeirri skoðun að fjarvera Schweinsteiger hafi veikt liðið mikið. Frá því í nóvember hefur Schweinsteiger lítið verið með þýska liðinu vegna meiðsla. Staðan í þýsku deildinni er þannig að Borussia Dortmund er með fimm stiga forskot á Bayern München, og 1-0 tap Bayern München gegn Basel frá Sviss í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar kom flestum gríðarlega á óvart. Bayern München verður á heimavelli þegar liðin eigast við í síðari leiknum í kvöld og eru allar líkur á því að Schweinsteiger verði með á ný. Hann kom inná sem varamaður í 7-1 stórsigri gegn Hoffenheim s.l. laugardag. „Ég er mjög ánægður að Bastian er kominn á ny í liðið. Ég hef sagt það áður að hann er í sama gæðaflokki og Xavi, Andres Iniesta og Busquets," sagði Heynckes á fundi með fréttamönnum í gær og vísaði þar með í miðjutríóið hjá Evrópumeistaraliði Barcelona frá Spáni. Heynckes vildi ekki gefa það út hvort Schweinsteiger verði í byrjunarliðinu gegn Basel í kvöld. „Það er ekki aðalatriði hvort ég sé með eða ekki. Það skiptir meira máli að liðið vinni leiki. Liðið hefur náð góðum úrslitum án mín. Ef ég fæ að vera með þá verð ég ánægður, ef ég verð ekki með mun ég taka að mér annað hlutverk utan vallar og hjálpa liðinu frá hliðarlínunni," sagði Schweinsteiger. Ekkert annað en sigur kemur til greina hjá Bayer München. Sjálfur úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á heimavelli liðsins og það er efst á forgangslistanum hjá félaginu að komast í þann leik. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Sjá meira
Þýski landsliðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger fær mikið hrós frá þjálfara sínum, Jupp Heynckes, sem líkir Bayern München leikmanninum við Xavi og Andres Iniesta hjá Barcelona. Schweinsteiger hefur ekki leikið með þýska liðinu að undanförnu vegna meiðsla en hann gæti verið í byrjunarliðinu þegar Bayern München tekur á móti Basel í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Gengi Bayern München hefur ekki verið upp á það besta að undanförnu og eru margir á þeirri skoðun að fjarvera Schweinsteiger hafi veikt liðið mikið. Frá því í nóvember hefur Schweinsteiger lítið verið með þýska liðinu vegna meiðsla. Staðan í þýsku deildinni er þannig að Borussia Dortmund er með fimm stiga forskot á Bayern München, og 1-0 tap Bayern München gegn Basel frá Sviss í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar kom flestum gríðarlega á óvart. Bayern München verður á heimavelli þegar liðin eigast við í síðari leiknum í kvöld og eru allar líkur á því að Schweinsteiger verði með á ný. Hann kom inná sem varamaður í 7-1 stórsigri gegn Hoffenheim s.l. laugardag. „Ég er mjög ánægður að Bastian er kominn á ny í liðið. Ég hef sagt það áður að hann er í sama gæðaflokki og Xavi, Andres Iniesta og Busquets," sagði Heynckes á fundi með fréttamönnum í gær og vísaði þar með í miðjutríóið hjá Evrópumeistaraliði Barcelona frá Spáni. Heynckes vildi ekki gefa það út hvort Schweinsteiger verði í byrjunarliðinu gegn Basel í kvöld. „Það er ekki aðalatriði hvort ég sé með eða ekki. Það skiptir meira máli að liðið vinni leiki. Liðið hefur náð góðum úrslitum án mín. Ef ég fæ að vera með þá verð ég ánægður, ef ég verð ekki með mun ég taka að mér annað hlutverk utan vallar og hjálpa liðinu frá hliðarlínunni," sagði Schweinsteiger. Ekkert annað en sigur kemur til greina hjá Bayer München. Sjálfur úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á heimavelli liðsins og það er efst á forgangslistanum hjá félaginu að komast í þann leik.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Sjá meira