Róbert þarf að borga Björgólfi 2,4 milljarða 13. mars 2012 06:30 Björgólfur og Róbert voru nánir viðskiptafélagar á árum áður. Hér eru þeir saman á ársfundi Actavis árið 2007. Fréttablaðið/anton Róbert Wessman dæmdur til að greiða félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði 2,4 milljarða. Félög Björgólfs skulda Róberti á móti rúma sex milljarða en Björgólfur segir þau hins vegar eignalaus. Björgólfur talaði af sér í bloggfærslu. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, þarf að greiða eignarhaldsfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði um 2,4 milljarða króna samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Sama dag féll annar dómur í deilu þessara áður nánu samstarfsmanna og niðurstaða hans er sú að tveimur félögum Björgólfs ber að greiða Róbert jafnvirði rúmra sex milljarða króna. Ef marka má fullyrðingar Björgólfs eru félögin hins vegar svo til eignalaus. Róbert og Björgólfur hafa deilt fyrir dómstólum í hálft annað ár, annars vegar um árangursþóknun sem Róbert taldi sig eiga inni hjá félögum Björgólfs frá því að hann var forstjóri Actavis og hins vegar um skuld sem Björgólfur taldi sig eiga hjá Róberti. Fyrrnefnda málið snýst um klausu í samningi sem Róbert gerði við Björgólf þegar hann keypti tólf prósenta hlut í móðurfélagi Actavis, Novator Pharma, árið 2007. Klausan kvað á um að Róbert skyldi fá fjörutíu milljóna evra áhættuþóknun fyrir árslok 2009, að því gefnu að hann væri enn að störfum hjá Actavis eða hefði verið sagt upp án tilefnis. Þar af átti að vera hægt að nota tíu milljónir í beint skuldauppgjör Róberts við Björgólf og tengd félög. Í ágúst 2009 fékk Róbert tölvupóst frá Björgólfi þar sem sagði að Actavis væri yfirskuldsett, gæti ekki greitt af lánum sínum og því væri ekkert eigið fé eftir „í strúktúrnum". Þess vegna væri mjög ólíklegt að Novator Pharma og móðurfélag þess, Novator Pharma Holding, gæti staðið við að greiða áhættuþóknunina. Róbert fór með málið fyrir dóm og krafðist efnda, en Björgólfur greip til varna með ýmsum rökum, meðal annars þeim að Róbert hefði hætt störfum fyrr en samkomulagið kvað á um, í sátt við Björgólf, og það hafi því ekki verið án tilefnis. Í millitíðinni hafði Björgólfur hins vegar lýst því yfir á vefsíðu sinni að hann hefði rekið Róbert frá Actavis, og hann staðfesti þann skilning sinn fyrir dómi. Þetta, og fleira, leiðir til þess að dómurinn telur samkomulagið enn í gildi og félögin, sem Björgólfur segir eignalaus, skulda Róberti þrjátíu milljónir evra. Það, ásamt dráttarvöxtum, jafngildir á sjöunda milljarð króna. Síðara málið snýst um ríflega sjö milljóna evra lán sem félagið BeeTeeBee Ltd. á Bresku Jómfrúareyjunum, í eigu Björgólfs, veitti eignarhaldsfélagi Róberts í mars 2005. Róbert gekkst síðar í persónulega ábyrgð fyrir láninu. Róbert taldi að þeirri kröfu hefði þegar verið skuldajafnað í samræmi við ákvæði samkomulagsins sem fjallað er um í hinu málinu, en dómurinn segir ekkert liggja fyrir um að svo hafi verið. Því skuldi Róbert BeeTeeBee 7,7 milljónir evra, sem með þrjátíu prósenta umsömdum dráttarvöxtum jafngildir nú um 2,4 milljörðum króna. stigur@frettabladid.is Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Róbert Wessman dæmdur til að greiða félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði 2,4 milljarða. Félög Björgólfs skulda Róberti á móti rúma sex milljarða en Björgólfur segir þau hins vegar eignalaus. Björgólfur talaði af sér í bloggfærslu. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, þarf að greiða eignarhaldsfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði um 2,4 milljarða króna samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Sama dag féll annar dómur í deilu þessara áður nánu samstarfsmanna og niðurstaða hans er sú að tveimur félögum Björgólfs ber að greiða Róbert jafnvirði rúmra sex milljarða króna. Ef marka má fullyrðingar Björgólfs eru félögin hins vegar svo til eignalaus. Róbert og Björgólfur hafa deilt fyrir dómstólum í hálft annað ár, annars vegar um árangursþóknun sem Róbert taldi sig eiga inni hjá félögum Björgólfs frá því að hann var forstjóri Actavis og hins vegar um skuld sem Björgólfur taldi sig eiga hjá Róberti. Fyrrnefnda málið snýst um klausu í samningi sem Róbert gerði við Björgólf þegar hann keypti tólf prósenta hlut í móðurfélagi Actavis, Novator Pharma, árið 2007. Klausan kvað á um að Róbert skyldi fá fjörutíu milljóna evra áhættuþóknun fyrir árslok 2009, að því gefnu að hann væri enn að störfum hjá Actavis eða hefði verið sagt upp án tilefnis. Þar af átti að vera hægt að nota tíu milljónir í beint skuldauppgjör Róberts við Björgólf og tengd félög. Í ágúst 2009 fékk Róbert tölvupóst frá Björgólfi þar sem sagði að Actavis væri yfirskuldsett, gæti ekki greitt af lánum sínum og því væri ekkert eigið fé eftir „í strúktúrnum". Þess vegna væri mjög ólíklegt að Novator Pharma og móðurfélag þess, Novator Pharma Holding, gæti staðið við að greiða áhættuþóknunina. Róbert fór með málið fyrir dóm og krafðist efnda, en Björgólfur greip til varna með ýmsum rökum, meðal annars þeim að Róbert hefði hætt störfum fyrr en samkomulagið kvað á um, í sátt við Björgólf, og það hafi því ekki verið án tilefnis. Í millitíðinni hafði Björgólfur hins vegar lýst því yfir á vefsíðu sinni að hann hefði rekið Róbert frá Actavis, og hann staðfesti þann skilning sinn fyrir dómi. Þetta, og fleira, leiðir til þess að dómurinn telur samkomulagið enn í gildi og félögin, sem Björgólfur segir eignalaus, skulda Róberti þrjátíu milljónir evra. Það, ásamt dráttarvöxtum, jafngildir á sjöunda milljarð króna. Síðara málið snýst um ríflega sjö milljóna evra lán sem félagið BeeTeeBee Ltd. á Bresku Jómfrúareyjunum, í eigu Björgólfs, veitti eignarhaldsfélagi Róberts í mars 2005. Róbert gekkst síðar í persónulega ábyrgð fyrir láninu. Róbert taldi að þeirri kröfu hefði þegar verið skuldajafnað í samræmi við ákvæði samkomulagsins sem fjallað er um í hinu málinu, en dómurinn segir ekkert liggja fyrir um að svo hafi verið. Því skuldi Róbert BeeTeeBee 7,7 milljónir evra, sem með þrjátíu prósenta umsömdum dráttarvöxtum jafngildir nú um 2,4 milljörðum króna. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira