Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson voru á sínum stað í byrjunarliði Start sem vann öruggan 4-0 sigur gegn Bærum í b-deild norska boltans í dag.
Matthías kom Start á bragðið með marki á 22. mínútu og heimamenn bættu við marki fyrir leikhlé. Tvö mörk í síðari hálfleik sá til þess að Start vann stórsigur og styrkti stöðu sína í toppbaráttunni.
Start hefur þriggja stiga forskot á Sarpsborg á toppi deildarinnar.
Matthías skoraði í sigri Start
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
