Harrington og Byrd unnu Par 3 keppnina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2012 13:30 Harringon, Ryo Ishikawwa og Patrick Cantlay ásamt ungum kylfusveinum sínum í Georgíu í gær. Nordic Photos / Getty Írinn Pardraig Harrington og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Byrd hrósuðu sigri á árlegri Par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Hætta þurfti keppni vegna þrumuveðurs þegar nokkrir keppendur áttu enn eftir að skila sér í mark. Þetta er í þriðja sinn sem Harringon hrósar sigri í keppninni en hann spilaði á fimm undir pari líkt og Byrd. Nokkrir kylfingar kusu að taka ekki þátt og voru Tiger Woods og Rory McIlroy þeirra á meðal. Daninn Thomas Björn og Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson áttu högg dagsins á par 3 vellinum í Augusta. Kapparnir fóru báðir holu í höggi. Léttleikinn er í fyrirrúmi í keppninni þar sem flestir kylfingarnir njóta þess að spila holurnar níu í faðmi fjölskyldumeðlima sem oft gegna hlutverki kylfusveina. Masters-mótið hefst í kvöld klukkan 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Að lokinni viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur í úrslitakeppni karla í körfuknattleik verður mótið einnig í beinni á Stöð 2 Sport. Golf Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Írinn Pardraig Harrington og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Byrd hrósuðu sigri á árlegri Par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Hætta þurfti keppni vegna þrumuveðurs þegar nokkrir keppendur áttu enn eftir að skila sér í mark. Þetta er í þriðja sinn sem Harringon hrósar sigri í keppninni en hann spilaði á fimm undir pari líkt og Byrd. Nokkrir kylfingar kusu að taka ekki þátt og voru Tiger Woods og Rory McIlroy þeirra á meðal. Daninn Thomas Björn og Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson áttu högg dagsins á par 3 vellinum í Augusta. Kapparnir fóru báðir holu í höggi. Léttleikinn er í fyrirrúmi í keppninni þar sem flestir kylfingarnir njóta þess að spila holurnar níu í faðmi fjölskyldumeðlima sem oft gegna hlutverki kylfusveina. Masters-mótið hefst í kvöld klukkan 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Að lokinni viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur í úrslitakeppni karla í körfuknattleik verður mótið einnig í beinni á Stöð 2 Sport.
Golf Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira