Íslenskt frímerki selt á milljón - frímerkjasöfnun góð fyrir sálina Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 31. mars 2012 13:45 Magni R. Magnússon segir það gott fyrir sálina að safna frímerkjum. Mynd / Valgarður Gíslason Íslenskt frímerki var selt fyrir eina milljón króna á uppboði hjá sænsku fyrirtæki í Malmö. Tengiliður fyrirtækisins á Íslandi segir mikla eftirspurn eftir íslenskum frímerkjum í heiminum. Frímerkið sem var selt á dögunum var svokallað ,,í gildi" yfirprentað frímerki frá árinu 1902. Magni R. Magnússon, umboðsmaður uppboðsfyrirtækisins Postiljonen á Íslandi segir fólk því miður hafa rifið mörg frímerki af umslögum í gegnum tíðina en þannig minnki verðmæti frímerkjanna. „En öll frímerkin íslensku sem eru fyrir aldamót á umslögum þau hlaupa á tugum þúsunda og skildingamerkin sem eru fyrstu frímerkin sem komu 1873, ef þú finnur svoleiðis umslag með skildingafrímerki ertu með 2 til 5 milljónir jafnvel þó þú sért með gamalt, jafnvel skítugt umslag." Árið 1876 var svo skipt úr skildingum í aurafrímerki. Aurafrímerkin á umslögum hlaupa á tugum og stundum hundruð þúsunda. Árið 1902 voru frímerkin sem áttu að koma með Kristjáni níunda ekki komin. „Þá var gripið til þess ráðs að yfirprenta auramerkin með framlengingartíma í eitt ár." Merkið sem seldist á eina milljón er eitt þessara frímerkja. Og Magni segir markað fyrir íslensk frímerki. „Sérstaklega á umslögum. Svo er annað sem fólk á að átta sig á. Það er líka verðmæti í gömlum póstkortum, bæði með og án frímerkja." Hann segir kaupendur gjarnan vera ríka einstaklinga sem slappa af í frímerkjum. „Það er mjög hollt að safna frímerkjum. Gott fyrir sálina. Þegar við félagarnir í frímerkjamiðstöðinni vorum á okkar mestu uppgangsárum var stór hópur manna úr heilbrigðisgeiranum og víðar sem voru í miklu stressi á daginn sem safnaði frímerkjum. Þeir sögðu að þetta þetta væri það besta sem þeir gerðu. Þetta hreinsar hugann. Við förum endurnærðir í rúmið," segir Magni að lokum. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Íslenskt frímerki var selt fyrir eina milljón króna á uppboði hjá sænsku fyrirtæki í Malmö. Tengiliður fyrirtækisins á Íslandi segir mikla eftirspurn eftir íslenskum frímerkjum í heiminum. Frímerkið sem var selt á dögunum var svokallað ,,í gildi" yfirprentað frímerki frá árinu 1902. Magni R. Magnússon, umboðsmaður uppboðsfyrirtækisins Postiljonen á Íslandi segir fólk því miður hafa rifið mörg frímerki af umslögum í gegnum tíðina en þannig minnki verðmæti frímerkjanna. „En öll frímerkin íslensku sem eru fyrir aldamót á umslögum þau hlaupa á tugum þúsunda og skildingamerkin sem eru fyrstu frímerkin sem komu 1873, ef þú finnur svoleiðis umslag með skildingafrímerki ertu með 2 til 5 milljónir jafnvel þó þú sért með gamalt, jafnvel skítugt umslag." Árið 1876 var svo skipt úr skildingum í aurafrímerki. Aurafrímerkin á umslögum hlaupa á tugum og stundum hundruð þúsunda. Árið 1902 voru frímerkin sem áttu að koma með Kristjáni níunda ekki komin. „Þá var gripið til þess ráðs að yfirprenta auramerkin með framlengingartíma í eitt ár." Merkið sem seldist á eina milljón er eitt þessara frímerkja. Og Magni segir markað fyrir íslensk frímerki. „Sérstaklega á umslögum. Svo er annað sem fólk á að átta sig á. Það er líka verðmæti í gömlum póstkortum, bæði með og án frímerkja." Hann segir kaupendur gjarnan vera ríka einstaklinga sem slappa af í frímerkjum. „Það er mjög hollt að safna frímerkjum. Gott fyrir sálina. Þegar við félagarnir í frímerkjamiðstöðinni vorum á okkar mestu uppgangsárum var stór hópur manna úr heilbrigðisgeiranum og víðar sem voru í miklu stressi á daginn sem safnaði frímerkjum. Þeir sögðu að þetta þetta væri það besta sem þeir gerðu. Þetta hreinsar hugann. Við förum endurnærðir í rúmið," segir Magni að lokum.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira