Erlent

Vistkerfi heimsins gætu skaðast varanlega vegna mengunnar

Ný rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna sýnir að ástandið í umhverfismálum jarðarinnar sé orðið svo slæmt að hætta sé að varanlegum breytingum til hins verra.

Rannsókn þessi sem unnin er á fimm ára fresti og ber heitið Global Enviromental Outlook sýnir að mengun bæði utan og innandyra valdi sennilega um sex milljónum ótímabærra dauðsfalla á hverju ári. Gróðurhúsalofttegundir muni auk meðalhita jarðarinnar um a.m.k. þrjár gráður fram til ársins 2100.

Í flestum ár- og vatnakerfum heimsins er að finna drykkjarvatn sem nær ekki þeim stöðlum sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin setur um gæði drykkjarvatns. Þá kemur einnig fram að aðeins 1,6% af hafsvæðum heimsins njóta verndar gegn mengun.

Niðurstöður rannsóknarinnar í stuttu máli eru þær að ef leiðtogar heimsins grípi ekki til aðgerða til að stemma stigu við þessari þróun sé hætta á að vistkerfi heimsins muni skaðast varanlega og breytast til hins verra í náinni framtíð.

Hvatt er til þess að slíkar aðgerðir verði samþykktar á stórri ráðstefnu um umhverfismál sem haldin verður í Rio de Janeiro í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×