Innlent

Ætlaði að ræna, nauðga og grilla manneskju lifandi

Gilberto ætlaði að nauðga og hægelda konu.
Gilberto ætlaði að nauðga og hægelda konu.
Tuttugu og átta ára gamall lögreglumaður í New York hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að hafa ætlað að ræna konu, nauðga henni, pynta og að lokum éta hana.

Bandaríska alríkislögreglan komst yfir póstsamskipti á milli lögreglumannsins, sem heitir Gilberto Valle, og samstarfsmanns hans, sem hefur ekki verið nefndur á nafn í erlendum fjölmiðlum, en það er óhætt að segja að póstsamskiptin hafi verið hrollvekjandi.

Meðal annars sendir Valle póst til samverkamannsins þar sem hann lýsir því að hann vilji festa konu á einhverskonar tein, eða tæki, og grilla hana hægt og rólega undir logandi eldi. Markmið hans var að halda henni á lífi í sem lengstan tíma á meðan hann eldaði konuna.

Ekki er ljóst hvert fórnarlambið átti að vera en samkvæmt frétt Telegraph þá hitti Valle konuna sem hann hugðist ræna, einu sinni á kaffihúsi.

Þá benda póstsamskipti Valle til þess að hann hafi boðist til þess að ræna konu fyrir þriðja aðila, fyrir fimm þúsund dollara, í febrúar á þessu ári.

Ekki er ljóst hvort úr því hafi orðið. Hann mætti fyrir dóm í dag vegna málsins en er í varðhaldi. Ekki er ljóst hvort búið sé að handsama félaga hans. Maðurinn hefur auðvitað verið rekinn frá lögreglunni í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×