Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2024 11:14 Myndin sýnir þrjá þáverandi starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi og Sigurður stendur fyrir aftan. BÍ-menn eru þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fyrrverandi formaður BÍ og fyrrverandi varaþingmaður Framsóknar, Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á markaðssviði og Ásgeir Helgi Jóhannsson lögfræðingur samtakanna. Vigdís Häsler, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um hana sem „þá svörtu“ hafa haft gífurleg áhrif á sig. Hún muni aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum. Þetta segir Vigdís í viðtali við Heimildina í dag. Vigdísi greindi frá því í apríl að hún hefði látið af störfum eftir þrjú ár í starfi framkvæmdastjóra. Breytingarnar urðu í kjölfar stjórnarskipta hjá samtökunum þar sem Vigdís segir kosningavél Framsóknarflokksins hafa verið gangsetta til að Trausti Hjálmarsson yrði kjörin nýr formaður samtakanna. Sauðfjárbóndi í stað Gunnars Þorgeirssonar garðyrkjubónda sem bauð sig fram til endurkjörs. Vigdís hefur um árabil verið virk í starfi Sjálfstæðisflokksins og var ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtakanna eftir að Gunnar Ágústsson garðyrkjubóndi og sjálfstæðismaður var kjörinn formaður samtakanna. Stirrt var á milli Framsóknar og Bændasamtakanna í formannstíð Gunnars en Bændasamtökin hafa lengst af verið undir forystu Framsóknarmanna og eru nú á ný. Vigdís rifjar upp atvikið í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í mars 2022. Starfsfólk Bændasamtakanna hafði óskað eftir því að Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og þáverandi innviðaráðherra yrði með þeim á myndatöku. Sigurður Ingi hafi þá spurt hvort það ætti að taka mynd af honum með „þeirri svörtu“. Málið vakti mikla athygli þar sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga hafnaði framan af að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Vigdís sagði í yfirlýsingu á Facebook að Sigurður Ingi hefði látið afar særandi ummæli falla og það væri særandi að lítið væri gert úr hennar upplifun. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Sigurður Ingi baðst afsökunar á ummælunum. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Nokkrum dögum síðar hittust þau Vigdís og Sigurður Ingi og upplýsti hún í framhaldinu að hún hefði fengið einlæga afsökunarbeiðni. Svo hefði Sigurður Ingi farið að blanda málinu öllu við sveitarstjórnarkosningar og hún um leið ályktað sem svo að afsökunarbeiðnin hefði verið tekin til baka. Hún segir málið allt hafa haft mikil áhrif á hana, fjölskyldu sína, eiginmann og börn. Fólk nefni málið endurtekið við hana á förnum vegi. Hún geti aldrei litið Sigurð Inga sömu augum. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Félagasamtök Kynþáttafordómar Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Þetta segir Vigdís í viðtali við Heimildina í dag. Vigdísi greindi frá því í apríl að hún hefði látið af störfum eftir þrjú ár í starfi framkvæmdastjóra. Breytingarnar urðu í kjölfar stjórnarskipta hjá samtökunum þar sem Vigdís segir kosningavél Framsóknarflokksins hafa verið gangsetta til að Trausti Hjálmarsson yrði kjörin nýr formaður samtakanna. Sauðfjárbóndi í stað Gunnars Þorgeirssonar garðyrkjubónda sem bauð sig fram til endurkjörs. Vigdís hefur um árabil verið virk í starfi Sjálfstæðisflokksins og var ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtakanna eftir að Gunnar Ágústsson garðyrkjubóndi og sjálfstæðismaður var kjörinn formaður samtakanna. Stirrt var á milli Framsóknar og Bændasamtakanna í formannstíð Gunnars en Bændasamtökin hafa lengst af verið undir forystu Framsóknarmanna og eru nú á ný. Vigdís rifjar upp atvikið í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í mars 2022. Starfsfólk Bændasamtakanna hafði óskað eftir því að Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og þáverandi innviðaráðherra yrði með þeim á myndatöku. Sigurður Ingi hafi þá spurt hvort það ætti að taka mynd af honum með „þeirri svörtu“. Málið vakti mikla athygli þar sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga hafnaði framan af að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Vigdís sagði í yfirlýsingu á Facebook að Sigurður Ingi hefði látið afar særandi ummæli falla og það væri særandi að lítið væri gert úr hennar upplifun. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Sigurður Ingi baðst afsökunar á ummælunum. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Nokkrum dögum síðar hittust þau Vigdís og Sigurður Ingi og upplýsti hún í framhaldinu að hún hefði fengið einlæga afsökunarbeiðni. Svo hefði Sigurður Ingi farið að blanda málinu öllu við sveitarstjórnarkosningar og hún um leið ályktað sem svo að afsökunarbeiðnin hefði verið tekin til baka. Hún segir málið allt hafa haft mikil áhrif á hana, fjölskyldu sína, eiginmann og börn. Fólk nefni málið endurtekið við hana á förnum vegi. Hún geti aldrei litið Sigurð Inga sömu augum.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Félagasamtök Kynþáttafordómar Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira