Erlent

Josef Fritzl fer fram á skilnað

Josef Fritzl eða Skrímslið í Amstetten.
Josef Fritzl eða Skrímslið í Amstetten. MYND/AFP

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, einnig þekktur sem Skrímslið í Amstetten, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til margra ára. Mál Fritzl vakti heimsathygli en árið 2009 var hann fundinn sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni og haldið henni fanginni í 24 ár.

Fritzl játaði á sig sifjaspell, frelsissviptingu og nauðganir. Dóttir hans ól sjö börn í kjallaraprísundinni. Fritzl var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir brotin og að hafa orðið einu barnanna að bana.

Nú hefur Fritzl sótt um skilnað frá eiginkonu sinni. Hún var ekki grunuð um aðild að voðaverkunum. Talsmaður segir að Fritzl hafi ítrekað reynt að hafa samband við eiginkonu sína síðustu misseri, án árangurs.

Fritzl er nú vistaður á réttargeðdeild. Samkvæmt frétt AFP um málið er hrottinn afar vinsæll meðal samfanga sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×