Erlendir og innlendir vilja Magma-bréf 26. apríl 2012 06:00 Útrunnið Alterra, sem áður hét Magma, var með sérleyfi á því að kaupa skuldabréfið. Það rann út í febrúar og var ekki endurnýjað. Ross Beaty er stjórnarformaður Alterra og Ásgeir Margeirsson er einn aðstoðarforstjóra félagsins.fréttablaðið/gva Einn erlendur aðili og nokkrir innlendir aðilar, að mestu leyti lífeyrissjóðir, eru á meðal þeirra sem nú skoða að kaupa svokallað Magma-skuldabréf af Reykjanesbæ, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaða í málinu gæti legið fyrir á allra næstu vikum. Alterra, sem áður hét Magma, undirritaði viljayfirlýsingu um að kaupa bréfið, sem félagið gaf sjálft út, 8. september í fyrra og fékk 160 daga til að ganga frá því. Sérleyfi Alterra á kaupunum samkvæmt viljayfirlýsingunni rann út um miðjan febrúar og var ekki endurnýjað. Reykjanesbær eignaðist umrætt skuldabréf þegar hann seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS Orku sumarið 2009 og það er langstærsta seljanlega eign sveitarfélagsins. Bókfært virði þess samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2011 var 5,9 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er á gjalddaga 2016 og afborganir á því eru litlar fram að þeim tíma. Skuldabréfið ber 3,5% vexti, höfuðstóll þess er verðtryggður og bundinn við vísitölu álvers. Í ársreikningnum segir að „ef skuldabréfið er framreiknað miðað við álverð í árslok 2011 væri höfuðstóllinn 7.906,8 milljónir króna sem væri með núvirðingu 7.370,9 milljónir króna en vegna varúðarsjónarmiða hefur sú hækkun ekki verið færð". Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, staðfestir að bæjarstjórnin hafi leitað til nokkurra fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að selja bréfið öðrum en Alterra eftir að sérleyfi þeirra rann út. Á meðal þeirra eru Íslandsbanki og Virðing. Hann segir bæjarstjórnina vera að ræða ýmsar leiðir í málinu. „Það eru aðilar áhugasamir um kaup á bréfinu. Það eru ýmsar leiðir í því. Það eru allir mjög bjartsýnir á að þetta sé mjög gott bréf. Það eru nokkrir aðilar að skoða sölu á því fyrir okkur." Ásgeir Margeirsson, einn aðstoðarforstjóra Alterra, segir félagið ekki útiloka að kaupa bréfið þó að sérleyfi þess á þeim kaupum hafi runnið út. Ef viðeigandi lausn finnist þá geti kaupin enn gengið eftir. Reykjanesbær er í ábyrgð fyrir gríðarlegum skuldum Reykjaneshafnar. Í endurskipulagningu á skuldum hafnarinnar í fyrra skuldbatt Reykjanesbær sig til að hlíta nokkrum skilmálum sem tilgreindir eru í ársreikningi bæjarins. Á meðal þess sem þar kemur fram er að „ef Reykjanesbær selur, eða veðsetur eignarhlut sinn í HS Veitum hf. og/eða fær greitt af skuldabréfi útgefnu af Magma Energy Sweden A.B. þá fær Reykjaneshöfn 25% af þeim fjárhæðum í formi víkjandi láns frá Reykjanesbæ". thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Einn erlendur aðili og nokkrir innlendir aðilar, að mestu leyti lífeyrissjóðir, eru á meðal þeirra sem nú skoða að kaupa svokallað Magma-skuldabréf af Reykjanesbæ, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaða í málinu gæti legið fyrir á allra næstu vikum. Alterra, sem áður hét Magma, undirritaði viljayfirlýsingu um að kaupa bréfið, sem félagið gaf sjálft út, 8. september í fyrra og fékk 160 daga til að ganga frá því. Sérleyfi Alterra á kaupunum samkvæmt viljayfirlýsingunni rann út um miðjan febrúar og var ekki endurnýjað. Reykjanesbær eignaðist umrætt skuldabréf þegar hann seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS Orku sumarið 2009 og það er langstærsta seljanlega eign sveitarfélagsins. Bókfært virði þess samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2011 var 5,9 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er á gjalddaga 2016 og afborganir á því eru litlar fram að þeim tíma. Skuldabréfið ber 3,5% vexti, höfuðstóll þess er verðtryggður og bundinn við vísitölu álvers. Í ársreikningnum segir að „ef skuldabréfið er framreiknað miðað við álverð í árslok 2011 væri höfuðstóllinn 7.906,8 milljónir króna sem væri með núvirðingu 7.370,9 milljónir króna en vegna varúðarsjónarmiða hefur sú hækkun ekki verið færð". Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, staðfestir að bæjarstjórnin hafi leitað til nokkurra fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að selja bréfið öðrum en Alterra eftir að sérleyfi þeirra rann út. Á meðal þeirra eru Íslandsbanki og Virðing. Hann segir bæjarstjórnina vera að ræða ýmsar leiðir í málinu. „Það eru aðilar áhugasamir um kaup á bréfinu. Það eru ýmsar leiðir í því. Það eru allir mjög bjartsýnir á að þetta sé mjög gott bréf. Það eru nokkrir aðilar að skoða sölu á því fyrir okkur." Ásgeir Margeirsson, einn aðstoðarforstjóra Alterra, segir félagið ekki útiloka að kaupa bréfið þó að sérleyfi þess á þeim kaupum hafi runnið út. Ef viðeigandi lausn finnist þá geti kaupin enn gengið eftir. Reykjanesbær er í ábyrgð fyrir gríðarlegum skuldum Reykjaneshafnar. Í endurskipulagningu á skuldum hafnarinnar í fyrra skuldbatt Reykjanesbær sig til að hlíta nokkrum skilmálum sem tilgreindir eru í ársreikningi bæjarins. Á meðal þess sem þar kemur fram er að „ef Reykjanesbær selur, eða veðsetur eignarhlut sinn í HS Veitum hf. og/eða fær greitt af skuldabréfi útgefnu af Magma Energy Sweden A.B. þá fær Reykjaneshöfn 25% af þeim fjárhæðum í formi víkjandi láns frá Reykjanesbæ". thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira