Poppstjarnan Kylie Minogue mætti í heldur sérstökum, köflóttum kjól á Q verðlaunin í London um helgina. Hlaut hún heldur neikvæða dóma fyrir kjólinn sem var svartur og hvítu að lit og minnti jafnvel aðeins á viskustykki. Einnig var sniðið sérstakt og mynstrið ekki alveg fyrir alla.
Hvað finnst þér?
Þrátt fyrir misjafnar skoðanir á kjólnum þá má hún eiga það að hún er alltaf jafn glæsileg!Kjóllinn er ber í bakið eins og sjá má.