Vill fleiri sannleiksnefndir um dulræn fyrirbæri 16. ágúst 2012 13:29 „Þetta er mjög gott fordæmi og þyrfti að gerast oftar eftir því sem svona mál koma upp," segir Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri og sérfræðingur í dulrænum fyrirbærum en hann situr í fyrstu sannleiksnefnd sem hefur verið sett saman um dulrænt fyrirbæri hér á landi, að því best er vitað. Fram kemur á heimasíðu Austurluggans, agl.is, að sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafi skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að leggja mat á hvort myndband Hjartar Kjerúlf af Lagarfljótsorminum sýni í raun og veru orminn. Ástæðan er ósk Hjartar um verðlaunafé sem bæjarstjórn Egilsstaða hét fyrir fimmtán árum hverjum þeim sem næði mynd af orminum. Skrímslið komst í heimsfréttirnar í vetur þegar Hjörtur fangaði eitthvað sem líkist ormi og birti á myndbandavefnum YouTube. Hjörtur vill meina að myndbandið sýni orminn svamla í Jökulsá í Fljótsdal neðan við Hrafnkelsstaði. Um fimm milljónir manna hafa horft á myndbandið á vefnum. Þá hafa erlendir fréttamenn sýnt málinu mikinn áhuga og meðal annars heimsótt Hjört og kvikmyndatökulið leitað ormsins. Á agl.is kemur fram að árið 1997 hafi bæjarstjórn Egilsstaða, sem voru þá sjálfstætt sveitarfélag, staðið fyrir samkeppni þar sem heitið var hálfrar milljónar króna verðlaunum fyrir mynd af Lagarfljótsorminum. Engin mynd barst í keppnina sem þótt hægt að staðfesta að væri af orminum. Bæjarstjórnin samþykkti hins vegar að ef einhvern tímann kæmi fram slík mynd mætti vitja verðlaunanna. Á það lét Hjörtur, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, reyna með bréfi til bæjarstjórnarinnar sem barst seinni partinn í júlí. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók erindi Hjartar fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. Í bókun hennar segir að engin ástæða sé til að „efast um heilindi og flekklausan karakter bréfritara" auk þess sem ítrekað er að bæjarstjórnin efist „ekki eitt augnablik um tilvist ormsins í Lagarfljóti." Því var nefndin skipuð, en hún samanstendur af ansi ólíkum einstaklingum. Þar má meðal annars finna þingmanninn Jónínu Rós Guðmundsdóttur, Sigrúnu Blöndal, bæjarfulltrúa og áhugamann um Lagarfljótsorminn sem og Láru G. Oddsdóttur, sóknarprest á Valþjófsstað auk fjölda annarra. „Bæjarstjóri hringdi í mig fyrir nokkru og bað mig um að vera í nefndinni," segir Magnús en sjálfur efast hann ekki um tilvist Lagafljótsormsins, frekar en bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Magnús áréttar að eingöngu verður rannsakað hvort myndbandið sem um ræðir sýni raunverulega orminn dularfulla, tilvist ormsins verður ekki rannsökuð sem slík - enda virðast fáir efast um þann þátt málsins. Magnús segir vinnubrögð bæjarstjórnarinnar til fyrirmyndar og vill sjá slíkar nefndir oftar settar saman ef tilefni gefst til. Þess má geta að nefndin þiggur ekki laun fyrir störf sín. Í ljósi umfangs verkefnisins telur bæjarstjórn hæfilegt að veita nefndinni frest til loka yfirstandandi kjörtímabils til að ljúka störfum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið sem verður rannsakað. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Þetta er mjög gott fordæmi og þyrfti að gerast oftar eftir því sem svona mál koma upp," segir Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri og sérfræðingur í dulrænum fyrirbærum en hann situr í fyrstu sannleiksnefnd sem hefur verið sett saman um dulrænt fyrirbæri hér á landi, að því best er vitað. Fram kemur á heimasíðu Austurluggans, agl.is, að sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafi skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að leggja mat á hvort myndband Hjartar Kjerúlf af Lagarfljótsorminum sýni í raun og veru orminn. Ástæðan er ósk Hjartar um verðlaunafé sem bæjarstjórn Egilsstaða hét fyrir fimmtán árum hverjum þeim sem næði mynd af orminum. Skrímslið komst í heimsfréttirnar í vetur þegar Hjörtur fangaði eitthvað sem líkist ormi og birti á myndbandavefnum YouTube. Hjörtur vill meina að myndbandið sýni orminn svamla í Jökulsá í Fljótsdal neðan við Hrafnkelsstaði. Um fimm milljónir manna hafa horft á myndbandið á vefnum. Þá hafa erlendir fréttamenn sýnt málinu mikinn áhuga og meðal annars heimsótt Hjört og kvikmyndatökulið leitað ormsins. Á agl.is kemur fram að árið 1997 hafi bæjarstjórn Egilsstaða, sem voru þá sjálfstætt sveitarfélag, staðið fyrir samkeppni þar sem heitið var hálfrar milljónar króna verðlaunum fyrir mynd af Lagarfljótsorminum. Engin mynd barst í keppnina sem þótt hægt að staðfesta að væri af orminum. Bæjarstjórnin samþykkti hins vegar að ef einhvern tímann kæmi fram slík mynd mætti vitja verðlaunanna. Á það lét Hjörtur, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, reyna með bréfi til bæjarstjórnarinnar sem barst seinni partinn í júlí. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók erindi Hjartar fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. Í bókun hennar segir að engin ástæða sé til að „efast um heilindi og flekklausan karakter bréfritara" auk þess sem ítrekað er að bæjarstjórnin efist „ekki eitt augnablik um tilvist ormsins í Lagarfljóti." Því var nefndin skipuð, en hún samanstendur af ansi ólíkum einstaklingum. Þar má meðal annars finna þingmanninn Jónínu Rós Guðmundsdóttur, Sigrúnu Blöndal, bæjarfulltrúa og áhugamann um Lagarfljótsorminn sem og Láru G. Oddsdóttur, sóknarprest á Valþjófsstað auk fjölda annarra. „Bæjarstjóri hringdi í mig fyrir nokkru og bað mig um að vera í nefndinni," segir Magnús en sjálfur efast hann ekki um tilvist Lagafljótsormsins, frekar en bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Magnús áréttar að eingöngu verður rannsakað hvort myndbandið sem um ræðir sýni raunverulega orminn dularfulla, tilvist ormsins verður ekki rannsökuð sem slík - enda virðast fáir efast um þann þátt málsins. Magnús segir vinnubrögð bæjarstjórnarinnar til fyrirmyndar og vill sjá slíkar nefndir oftar settar saman ef tilefni gefst til. Þess má geta að nefndin þiggur ekki laun fyrir störf sín. Í ljósi umfangs verkefnisins telur bæjarstjórn hæfilegt að veita nefndinni frest til loka yfirstandandi kjörtímabils til að ljúka störfum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið sem verður rannsakað.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira