Vill fleiri sannleiksnefndir um dulræn fyrirbæri 16. ágúst 2012 13:29 „Þetta er mjög gott fordæmi og þyrfti að gerast oftar eftir því sem svona mál koma upp," segir Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri og sérfræðingur í dulrænum fyrirbærum en hann situr í fyrstu sannleiksnefnd sem hefur verið sett saman um dulrænt fyrirbæri hér á landi, að því best er vitað. Fram kemur á heimasíðu Austurluggans, agl.is, að sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafi skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að leggja mat á hvort myndband Hjartar Kjerúlf af Lagarfljótsorminum sýni í raun og veru orminn. Ástæðan er ósk Hjartar um verðlaunafé sem bæjarstjórn Egilsstaða hét fyrir fimmtán árum hverjum þeim sem næði mynd af orminum. Skrímslið komst í heimsfréttirnar í vetur þegar Hjörtur fangaði eitthvað sem líkist ormi og birti á myndbandavefnum YouTube. Hjörtur vill meina að myndbandið sýni orminn svamla í Jökulsá í Fljótsdal neðan við Hrafnkelsstaði. Um fimm milljónir manna hafa horft á myndbandið á vefnum. Þá hafa erlendir fréttamenn sýnt málinu mikinn áhuga og meðal annars heimsótt Hjört og kvikmyndatökulið leitað ormsins. Á agl.is kemur fram að árið 1997 hafi bæjarstjórn Egilsstaða, sem voru þá sjálfstætt sveitarfélag, staðið fyrir samkeppni þar sem heitið var hálfrar milljónar króna verðlaunum fyrir mynd af Lagarfljótsorminum. Engin mynd barst í keppnina sem þótt hægt að staðfesta að væri af orminum. Bæjarstjórnin samþykkti hins vegar að ef einhvern tímann kæmi fram slík mynd mætti vitja verðlaunanna. Á það lét Hjörtur, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, reyna með bréfi til bæjarstjórnarinnar sem barst seinni partinn í júlí. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók erindi Hjartar fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. Í bókun hennar segir að engin ástæða sé til að „efast um heilindi og flekklausan karakter bréfritara" auk þess sem ítrekað er að bæjarstjórnin efist „ekki eitt augnablik um tilvist ormsins í Lagarfljóti." Því var nefndin skipuð, en hún samanstendur af ansi ólíkum einstaklingum. Þar má meðal annars finna þingmanninn Jónínu Rós Guðmundsdóttur, Sigrúnu Blöndal, bæjarfulltrúa og áhugamann um Lagarfljótsorminn sem og Láru G. Oddsdóttur, sóknarprest á Valþjófsstað auk fjölda annarra. „Bæjarstjóri hringdi í mig fyrir nokkru og bað mig um að vera í nefndinni," segir Magnús en sjálfur efast hann ekki um tilvist Lagafljótsormsins, frekar en bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Magnús áréttar að eingöngu verður rannsakað hvort myndbandið sem um ræðir sýni raunverulega orminn dularfulla, tilvist ormsins verður ekki rannsökuð sem slík - enda virðast fáir efast um þann þátt málsins. Magnús segir vinnubrögð bæjarstjórnarinnar til fyrirmyndar og vill sjá slíkar nefndir oftar settar saman ef tilefni gefst til. Þess má geta að nefndin þiggur ekki laun fyrir störf sín. Í ljósi umfangs verkefnisins telur bæjarstjórn hæfilegt að veita nefndinni frest til loka yfirstandandi kjörtímabils til að ljúka störfum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið sem verður rannsakað. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Þetta er mjög gott fordæmi og þyrfti að gerast oftar eftir því sem svona mál koma upp," segir Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri og sérfræðingur í dulrænum fyrirbærum en hann situr í fyrstu sannleiksnefnd sem hefur verið sett saman um dulrænt fyrirbæri hér á landi, að því best er vitað. Fram kemur á heimasíðu Austurluggans, agl.is, að sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafi skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að leggja mat á hvort myndband Hjartar Kjerúlf af Lagarfljótsorminum sýni í raun og veru orminn. Ástæðan er ósk Hjartar um verðlaunafé sem bæjarstjórn Egilsstaða hét fyrir fimmtán árum hverjum þeim sem næði mynd af orminum. Skrímslið komst í heimsfréttirnar í vetur þegar Hjörtur fangaði eitthvað sem líkist ormi og birti á myndbandavefnum YouTube. Hjörtur vill meina að myndbandið sýni orminn svamla í Jökulsá í Fljótsdal neðan við Hrafnkelsstaði. Um fimm milljónir manna hafa horft á myndbandið á vefnum. Þá hafa erlendir fréttamenn sýnt málinu mikinn áhuga og meðal annars heimsótt Hjört og kvikmyndatökulið leitað ormsins. Á agl.is kemur fram að árið 1997 hafi bæjarstjórn Egilsstaða, sem voru þá sjálfstætt sveitarfélag, staðið fyrir samkeppni þar sem heitið var hálfrar milljónar króna verðlaunum fyrir mynd af Lagarfljótsorminum. Engin mynd barst í keppnina sem þótt hægt að staðfesta að væri af orminum. Bæjarstjórnin samþykkti hins vegar að ef einhvern tímann kæmi fram slík mynd mætti vitja verðlaunanna. Á það lét Hjörtur, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, reyna með bréfi til bæjarstjórnarinnar sem barst seinni partinn í júlí. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók erindi Hjartar fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. Í bókun hennar segir að engin ástæða sé til að „efast um heilindi og flekklausan karakter bréfritara" auk þess sem ítrekað er að bæjarstjórnin efist „ekki eitt augnablik um tilvist ormsins í Lagarfljóti." Því var nefndin skipuð, en hún samanstendur af ansi ólíkum einstaklingum. Þar má meðal annars finna þingmanninn Jónínu Rós Guðmundsdóttur, Sigrúnu Blöndal, bæjarfulltrúa og áhugamann um Lagarfljótsorminn sem og Láru G. Oddsdóttur, sóknarprest á Valþjófsstað auk fjölda annarra. „Bæjarstjóri hringdi í mig fyrir nokkru og bað mig um að vera í nefndinni," segir Magnús en sjálfur efast hann ekki um tilvist Lagafljótsormsins, frekar en bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Magnús áréttar að eingöngu verður rannsakað hvort myndbandið sem um ræðir sýni raunverulega orminn dularfulla, tilvist ormsins verður ekki rannsökuð sem slík - enda virðast fáir efast um þann þátt málsins. Magnús segir vinnubrögð bæjarstjórnarinnar til fyrirmyndar og vill sjá slíkar nefndir oftar settar saman ef tilefni gefst til. Þess má geta að nefndin þiggur ekki laun fyrir störf sín. Í ljósi umfangs verkefnisins telur bæjarstjórn hæfilegt að veita nefndinni frest til loka yfirstandandi kjörtímabils til að ljúka störfum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið sem verður rannsakað.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira