Sport

Nadal dregur sig úr keppni á Opna bandaríska

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nadal og Lukas Rosol að loknum síðasta leik Spánverjans á Wimbledon í júlí.
Nadal og Lukas Rosol að loknum síðasta leik Spánverjans á Wimbledon í júlí. Nordicphotos/Getty
Spánverjinn Rafael Nadal verður ekki á meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem hefst þann 27. ágúst.

Nadal hefur enn ekki fengið sig góðan af hnémeiðslum sem hindruðu hann frá keppni á Ólympíuleikunum í London. Hann féll úr keppni í 2. umferð á Wimbledon-mótinu í upphafi júlí gegn hinum líttþekkta Lukas Rosol og hefur hvílt síðan.

„Það er afsaklega leiðinlegt að þurfa að tilkynna að ég sé ekki klár í að keppa," segir Nadal í fréttatilkynningu.

„Mér finnst það leiðinlegt þar sem mér finnst stemmningin á mótinu frábær og stuðningurinn sömuleiðis. Ég verð hins vegar að halda áfram endurhæfingu minni og undirbúningi til þess að geta spilað af fullum krafti," sagði Nadal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×