Menning

Kvikmynd um ævi Gertrude Bell í bígerð

Kvikmynd um ævi Gertrude Bell er í bígerð. Naomi Watts fer með hlutverk rithöfundarins og fornleifafræðingsins Bell.
Kvikmynd um ævi Gertrude Bell er í bígerð. Naomi Watts fer með hlutverk rithöfundarins og fornleifafræðingsins Bell. nordicphotos/getty
Leikstjórinn Werner Herzog hyggst leikstýra mynd um ævi Gertrude Bell. Naomi Watts hefur tekið að sér að leika Bell og líklegt er að Robert Pattinson fari með hlutverk T. E. Lawrence í kvikmyndinni.

Myndin hefur hlotið vinnutitilinn Queen of the Desert og segir frá ævi breska rithöfundarins, fornleifafræðingsins og njósnarans Gertrude Bell, sem var einnig fyrsta konan til að ljúka námi frá Oxford-háskóla. Bell vann náið með T. E. Lawrence, betur þekktum sem Arabíu-Lawrence, á ferðum sínum um Jórdan og Írak.

Herzog er ekki einn um að sýna sögu þessarar merku konu áhuga, því Ridley Scott er einnig að vinna að mynd um ævi hennar. Scott er þó önnum kafinn í öðrum verkefnum um þessar mundir en Herzog hyggst hefja tökur á Queen of the Desert í haust og verður því líklega fyrri til að segja sína sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.