Innlent

Matthías Máni enn ófundinn

Matthíasar Mána er nú leitað.
Matthíasar Mána er nú leitað.

Matthías Máni Erlingsson, fanginn sem strauk af Litla-Hrauni í gær, var enn ófundinn þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis kannaði málið á þriðja tímanum í dag. Matthías strauk, sem kunnugt er, úr fangelsinu um eittleytið í gær. Lögreglan á Selfossi hefur verið með málið til rannsóknar frá klukkan þrjú í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun taka málið yfir í dag.



Matthías er 171 sentimetri á hæð um 70 kíló og grannvaxinn.  Hann var íklæddur grárri hettupeysu, með svarta prjónahúfu á höfði,  í dökkum buxum. Vísbendingar eru um að hann hafi fengið far á Selfoss um kl. 13:30 í gær.  Það hefur hinsvegar ekki fengist staðfest og því óskar lögreglan eftir öllum upplýsingum sem tengst geta stroki hans.



Lögreglan biður þá sem einhverjar upplýsingar kunna að hafa um málið að hafa samband á netfangið abendingar@lrh.is eða í síma 4441000. Það er líka hægt að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 4801010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×