Menning

Gyldendal kaupir Kantötu

Kristín Marja Baldursdóttir. Mynd/GVA
Kristín Marja Baldursdóttir. Mynd/GVA


Útgáfurétturinn á nýrri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Kantötu, hefur verið seldur til hins virta forlags Gyldendal í Danmörku. Gyldendal hefur gefið út flestar bækur Kristínar Marju á dönsku. Danski útgefandinn er spenntur fyrir nýju bókinni og sagði við kaupin á réttinum að Kantata væri "frábær skáldsaga". Svo bætti hann við: "Við erum ótrúlega ánægð með hversu margir danskir lesendur hafa gaman af bókunum hennar."

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×