Innlent

Rekja fótspor sem fundust við Litla-Hraun í gær

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Um tíu björgunarsveitamenn eru við störf hjá Litla-Hrauni, til þess að rekja fótspor sem fundust í gær, og talið er að megi rekja til Matthíasar Mána Erlingssonar, fangans af Litla-Hrauni. Leitin hefur enn engan árangur borið, en Matthías strauk á mánudag, um klukkan eitt að talið er.



Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að farið sé eftir ýmsum ábendinum við leitina, en hún er enn í fullum gangi. Hann segist ekki búast við því að fanginn hafi farið úr landi. „Það á ekki að vera. Þetta var tilkynnt á Keflavíkurflugvelli og á öllum öðrum landamærastöðvum um leið," segir hann. Auðvitað sé ekki óhugsandi að hann hafi farið úr landi sem laumufarþegi, en leitin miðist við það að hann sé enn hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×