Víti í Eyjum og bækur Ragnars í sjónvarpið freyr@frettabladid.is skrifar 20. desember 2012 09:00 samningurinn í höfn Gunnar Helgason ásamt Kristni Þórðarsyni hjá Sagafilm þegar samningurinn var í höfn. Sagafilm og Þorvaldur Davíð ætla einnig í samstarf. fréttablaðið/vilhelm Sagafilm hefur keypt sjónvarpsþáttaréttinn að barnabókinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason. Gerðir verða tíu til tólf þættir sem byggja á bókinni. „Okkur fannst þetta mjög fín bók. Við höfum lengi verið að leita að barna- og unglingaefni. Þegar við lásum þessa bók fannst okkur allt smella saman," segir Kristinn Þórðarson, yfirmaður framleiðslu á leiknu efni hjá Sagafilm. Víti í Vestmannaeyjum er fyrsta bókin í bókaflokki um Jón Jónsson, Eivöru, Ívar og Skúla og gerist á Shellmótinu í Vestmannaeyjum. Hún var önnur mest selda barnabókin á síðasta ári. Önnur bókin í flokknum, Aukaspyrna á Akureyri, er mest selda barnabókin á Íslandi fyrir þessi jólin. Þættirnir verða að mestu leyti teknir upp í Vestmannaeyjum og hugsanlega á Shellmótinu sem er haldið í bænum á hverju sumri. Gunnar Helgason mun sjálfur fara fyrir handritsteymi sem á eftir að setja saman. Stefnt er að tökum sumarið 2014. Spurður segir Kristinn að möguleikinn á að gera þætti úr Aukaspyrnu á Akureyri sé einnig fyrir hendi. „Við höfum áhuga og hann segist ætla að skrifa eina eða tvær bækur í viðbót. En við byrjum á þessari og sjáum svo til." Sagafilm hefur einnig gengið til liðs við leikarann Þorvald Davíð Kristjánsson um gerð sjónvarpsþátta sem verða byggðir á glæpasögum Ragnars Jónassonar. Fyrr í haust var tilkynnt að Þorvaldur Davíð hefði keypt kvikmyndaréttinn að Snjóblindu Ragnars. Nú hefur hann tryggt sér, ásamt Sagafilm, réttinn á seinni bókum Ragnars um lögreglumanninn Ara Þór, Myrknætti og Rofi. Bækurnar þrjár gerast allar á Siglufirði og sú nýjasta, Rof, gerist einnig í eyðifirðinum Héðinsfirði. Sagafilm og Þorvaldur Davíð hafa jafnframt fengið heimild til að framleiða sjálfstæða þætti byggða á persónu Ara Þórs. „Við höfum starfað mikið með Þorvaldi og okkur líst mjög vel á þetta verkefni. Mér finnst þetta vera spennandi bækur og ekki skemmir fyrir að fá Þorvald í aðalhlutverkið," segir Kristinn. Handritaskrif hefjast á næsta ári og er stefnt á framleiðslu veturinn 2014 eða 2015. Lífið Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sagafilm hefur keypt sjónvarpsþáttaréttinn að barnabókinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason. Gerðir verða tíu til tólf þættir sem byggja á bókinni. „Okkur fannst þetta mjög fín bók. Við höfum lengi verið að leita að barna- og unglingaefni. Þegar við lásum þessa bók fannst okkur allt smella saman," segir Kristinn Þórðarson, yfirmaður framleiðslu á leiknu efni hjá Sagafilm. Víti í Vestmannaeyjum er fyrsta bókin í bókaflokki um Jón Jónsson, Eivöru, Ívar og Skúla og gerist á Shellmótinu í Vestmannaeyjum. Hún var önnur mest selda barnabókin á síðasta ári. Önnur bókin í flokknum, Aukaspyrna á Akureyri, er mest selda barnabókin á Íslandi fyrir þessi jólin. Þættirnir verða að mestu leyti teknir upp í Vestmannaeyjum og hugsanlega á Shellmótinu sem er haldið í bænum á hverju sumri. Gunnar Helgason mun sjálfur fara fyrir handritsteymi sem á eftir að setja saman. Stefnt er að tökum sumarið 2014. Spurður segir Kristinn að möguleikinn á að gera þætti úr Aukaspyrnu á Akureyri sé einnig fyrir hendi. „Við höfum áhuga og hann segist ætla að skrifa eina eða tvær bækur í viðbót. En við byrjum á þessari og sjáum svo til." Sagafilm hefur einnig gengið til liðs við leikarann Þorvald Davíð Kristjánsson um gerð sjónvarpsþátta sem verða byggðir á glæpasögum Ragnars Jónassonar. Fyrr í haust var tilkynnt að Þorvaldur Davíð hefði keypt kvikmyndaréttinn að Snjóblindu Ragnars. Nú hefur hann tryggt sér, ásamt Sagafilm, réttinn á seinni bókum Ragnars um lögreglumanninn Ara Þór, Myrknætti og Rofi. Bækurnar þrjár gerast allar á Siglufirði og sú nýjasta, Rof, gerist einnig í eyðifirðinum Héðinsfirði. Sagafilm og Þorvaldur Davíð hafa jafnframt fengið heimild til að framleiða sjálfstæða þætti byggða á persónu Ara Þórs. „Við höfum starfað mikið með Þorvaldi og okkur líst mjög vel á þetta verkefni. Mér finnst þetta vera spennandi bækur og ekki skemmir fyrir að fá Þorvald í aðalhlutverkið," segir Kristinn. Handritaskrif hefjast á næsta ári og er stefnt á framleiðslu veturinn 2014 eða 2015.
Lífið Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira