Andra Snæ vel tekið vestanhafs 5. desember 2012 07:00 Bókin Lovestar eftir Andra Snæ Magnason kom út í Bandaríkjunum í síðustu viku og er sögð alvarlega fyndin af gagnrýnanda Village Voice. Fréttablaðið/valli Verk rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar hljóta góðar viðtökur gagnrýnanda vestanhafs. Í síðustu viku kom bókin Lovestar út í Bandaríkjunum og hlaut hún strax svokallaðan stirndan dóm (e. starred review) í Publishers Weekly. Það þykir gífurlegt hól fyrir rithöfunda að fá stjörnumerkta dóma í svo virtu riti, en í gagnrýninni er sagt að kolruglað hugmyndaflug Andra Snæs sé í yfirstærð og hressandi. Einnig er bókin sögð alvarlega fyndin hjá gagnrýnanda blaðsins Village Voice. Þá kom barnabók Andra Snæs, Blái hnötturinn, út fyrir nokkru í Bandaríkjunum og fékk líka stirndan dóm í Publishers Weekly. Þar er Andra Snæ líkt við sjálfan Roald Dahl. New York Times fer einnig lofsamlegum orðum um bókina og segir textann sérstaklega meitlaðan, hraðan og ljóðrænan og siðaboðskapnum sé snyrtilega komið hjá því að verða of áberandi með leikandi léttum stíl og fyndni. Blái hnötturinn hefur flakkað mikið um heiminn en hún hefur nú þegar komið út í Kína, Japan, Grikklandi, Tælandi og Kóreu auk fjölmargra Evrópulanda. - áp Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Verk rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar hljóta góðar viðtökur gagnrýnanda vestanhafs. Í síðustu viku kom bókin Lovestar út í Bandaríkjunum og hlaut hún strax svokallaðan stirndan dóm (e. starred review) í Publishers Weekly. Það þykir gífurlegt hól fyrir rithöfunda að fá stjörnumerkta dóma í svo virtu riti, en í gagnrýninni er sagt að kolruglað hugmyndaflug Andra Snæs sé í yfirstærð og hressandi. Einnig er bókin sögð alvarlega fyndin hjá gagnrýnanda blaðsins Village Voice. Þá kom barnabók Andra Snæs, Blái hnötturinn, út fyrir nokkru í Bandaríkjunum og fékk líka stirndan dóm í Publishers Weekly. Þar er Andra Snæ líkt við sjálfan Roald Dahl. New York Times fer einnig lofsamlegum orðum um bókina og segir textann sérstaklega meitlaðan, hraðan og ljóðrænan og siðaboðskapnum sé snyrtilega komið hjá því að verða of áberandi með leikandi léttum stíl og fyndni. Blái hnötturinn hefur flakkað mikið um heiminn en hún hefur nú þegar komið út í Kína, Japan, Grikklandi, Tælandi og Kóreu auk fjölmargra Evrópulanda. - áp
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira