Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2012 16:15 Nigel Quashie ræðir við Alan Curbishley, þáverandi stjóra West Ham, árið 2007. Nordic Photos / Getty Images Miðvallarleikmaðurinn Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari ÍR að öllu óbreyttu en hann hefur æft með liðinu síðustu daga. Þetta staðfesti Hallgrímur Friðgeirsson, formaður meistaraflokksráðs ÍR, við Vísi. „Nigel er búinn að fá sig fullsaddan af enskum fótbolta og er hrifinn af því uppbyggingarstarfi sem er hjá ÍR," sagði Hallgrímur en vildi ekki fara nánar út í hvernig það kom til að hann rak á fjörur ÍR-inga. „Það var með krókaleiðum eins og venjulega gerist í þessum heimi." Quashie er 33 ára gamall, fæddur árið 1978. Hann hóf atvinnumannaferilinn árið 1995 hjá QPR en spilaði einnig með Nottingham Forest, Portsmouth, Southampton, West Brom, West Ham, Birmingham, Wolves og MK Dons. Hann sneri aftur til QPR í janúar 2010 en fór frá félaginu um vorið. Hann á einnig fjórtán leiki að baki með skoska landsliðinu. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Quashie en hann vonast til að geta spilað með ÍR í sumar. „Það eru tvö ár síðan hann var síðast meiddur en það er verið að athuga þessi mál," segir Hallgrímur en Quashie mun einnig sinna þjálfun hjá ÍR, bæði sem aðstoðarmaður Andra Marteinssonar þjálfara og í nýstofnuðum afreksskóla ÍR. „Í kvöld verður skrifað undir samninga við fyrstu átta leikmennina í skólanum. Þetta er er afreksskóli sem er stofnaður af knattspyrnudeildinni en það er þjálfararáð sem sér um að velja leikmenn í hann. Til greina koma bæði strákar og stelpur flestir úr 2. og 3. flokki," segir Hallgrímur. „Með þessu viljum við sýna okkar ungu leikmönnum að það sé hugur í félaginu. Þarna fá þau aukaþjálfun og komið verður inn á styrktarþjálfun, tækniþjálfun, næringarfræði og sálfræði. Næst verður svo að koma á samstarfi við framhaldsskóla. Við viljum gera meira fyrir unga leikmenn heldur að láta þá bara mæta á æfingar." ÍR varð í níunda sæti í 1. deildinni í fyrra en ljóst er að með tilkomu Quashie og stofnun afreksskólans hefur félagið sett markið hátt. Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Miðvallarleikmaðurinn Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari ÍR að öllu óbreyttu en hann hefur æft með liðinu síðustu daga. Þetta staðfesti Hallgrímur Friðgeirsson, formaður meistaraflokksráðs ÍR, við Vísi. „Nigel er búinn að fá sig fullsaddan af enskum fótbolta og er hrifinn af því uppbyggingarstarfi sem er hjá ÍR," sagði Hallgrímur en vildi ekki fara nánar út í hvernig það kom til að hann rak á fjörur ÍR-inga. „Það var með krókaleiðum eins og venjulega gerist í þessum heimi." Quashie er 33 ára gamall, fæddur árið 1978. Hann hóf atvinnumannaferilinn árið 1995 hjá QPR en spilaði einnig með Nottingham Forest, Portsmouth, Southampton, West Brom, West Ham, Birmingham, Wolves og MK Dons. Hann sneri aftur til QPR í janúar 2010 en fór frá félaginu um vorið. Hann á einnig fjórtán leiki að baki með skoska landsliðinu. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Quashie en hann vonast til að geta spilað með ÍR í sumar. „Það eru tvö ár síðan hann var síðast meiddur en það er verið að athuga þessi mál," segir Hallgrímur en Quashie mun einnig sinna þjálfun hjá ÍR, bæði sem aðstoðarmaður Andra Marteinssonar þjálfara og í nýstofnuðum afreksskóla ÍR. „Í kvöld verður skrifað undir samninga við fyrstu átta leikmennina í skólanum. Þetta er er afreksskóli sem er stofnaður af knattspyrnudeildinni en það er þjálfararáð sem sér um að velja leikmenn í hann. Til greina koma bæði strákar og stelpur flestir úr 2. og 3. flokki," segir Hallgrímur. „Með þessu viljum við sýna okkar ungu leikmönnum að það sé hugur í félaginu. Þarna fá þau aukaþjálfun og komið verður inn á styrktarþjálfun, tækniþjálfun, næringarfræði og sálfræði. Næst verður svo að koma á samstarfi við framhaldsskóla. Við viljum gera meira fyrir unga leikmenn heldur að láta þá bara mæta á æfingar." ÍR varð í níunda sæti í 1. deildinni í fyrra en ljóst er að með tilkomu Quashie og stofnun afreksskólans hefur félagið sett markið hátt.
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira