Fótbolti

Wenger enn í vandræðum hjá UEFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þarf enn á ný að koma fyrir aganefnd UEFA, eftir framkomu sína eftir leikinn á móti AC Milan í Meistaradeildinni í gær. Arsenal vann leikinn 3-0 en komst ekki áfram þar sem að liðið steinlá 4-0 í fyrri leiknum á Ítalíu.

Wenger er kærður fyrir ummæli sín um dómara leiksins en þetta yrði þá í þriðja sinn á ári sem franski stjórinn þarf að taka út leikbann hjá evrópska knattspyrnusambandinu.

Wenger sakaði slóvenska dómarann Damir Skomina um að gefa AC Milan liðinu alltof margar aukaspyrnur í leiknum og Wenger sást einnig rífast við aðstoðardómara Skomina í leikslok.

Wenger fékk leikbann fyrir svipaða hegðun í fyrra þegar Arsenal-liðið datt út fyrir verðandi Evrópumeisturum Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×