Stolt af litlu systur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2012 08:00 Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/Nordicphotos/Getty Íslenska kvennalandsliðið spilar við Dani í dag í leik um fimmta sætið í Algarvebikarnum en liðið verður án markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur sem glímir við meiðsli. Fréttablaðið kannaði stöðuna á markahæsta leikmanni A-landsliða Íslands frá upphafi. „Ég get því miður ekki gefið kost á mér í leikinn á morgun. Ég er búin að vera mjög slæm í ferðinni og er búin að gera lítið sem ekki neitt á milli leikja," sagði Margrét Lára eftir síðustu æfinguna fyrir leikinn. „Við reyndum í fyrsta leiknum en ég var bara slæm og er búin að vera slæm síðan. Við vildum prófa í gær á móti Kína þar sem við vorum að prófa nýtt leikkerfi," sagði Margrét Lára en hún var með Hólmfríði Magnúsdóttur með sér í framlínunni í sigrinum á Kína. „Mér lýst mjög vel á það að spila 4-4-2 og ég fagna alltaf því þegar það koma fleiri fram," sagði Margrét Lára. Meiðslin komu ekki í veg fyrir að Margrét Lára og systir hennar Elísa byrjuðu saman í fyrsta sinn í A-landsleik. „Það var æðislegt og rosalega gaman. Ég er hrikalega stolt af henni því hún er búin að standa sig frábærlega. Hún er að koma vel inn í þetta og nú er draumur að rætast hjá okkur. Vonandi næ ég að jafna mig sem fyrst svo að þetta geti aðeins verið byrjunin á einhverju stærra í framtíðinni," segir Margrét Lára. Ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestarMunar fimm árum á systrunum úr Eyjum Elísa Viðarsdóttir (til vinstri) er fædd 1991 en Margrét Lára Viðarsdóttir (til hægri) er fædd árið 1986. Mynd/gettyimages„Mér fannst hún og Katrín ná að spila rosalega vel saman. Þær eru ólíkar og það hentar oft vel. Allur varnarleikur liðsins var mjög góður á móti Kína. Ég viðurkenni samt alveg að það koma nokkur aukaslög þegar hún fær boltann og maður verður svolítið stressaður en hún er búin að sýna það að hún ætlar að standa sig vel og maður getur því aðeins farið að slaka á," sagði Margrét Lára í léttum tón. Elísa er fimm árum yngri en Margrét Lára en sló í gegn með nýliðum ÍBV í fyrrasumar. „Hún var nánast búin að velja handboltann fyrir tveimur til þremur árum þannig að þetta er búið að gerast rosalega hratt hjá henni. Hún er búin að taka miklum framförum," segir Margrét Lára. „Þetta sýnir það bara að það eru ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestar. Sumir leikmenn springa bara út seinna og hún er kannski gott dæmi um það en líka um hvað það skilar sér að leggja hart að sér og hafa trú og metnað," segir Margrét Lára. En hvað með meiðslin og framhaldið hjá henni sjálfri. „Auðvitað hef ég áhyggjur af þessum meiðslum. Það var rosalegt sjokk fyrir mig að lenda í þessu núna því við erum að fara í mikið prógramm með Potsdam. Það er Meistaradeildin í næstu viku og mikið af leikjum fram undan. Ég var komin í hörkuform og þetta var mjög svekkjandi. Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu því ég hélt að ég væri lokins að komast á gott skrið," sagði Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar við Dani í dag í leik um fimmta sætið í Algarvebikarnum en liðið verður án markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur sem glímir við meiðsli. Fréttablaðið kannaði stöðuna á markahæsta leikmanni A-landsliða Íslands frá upphafi. „Ég get því miður ekki gefið kost á mér í leikinn á morgun. Ég er búin að vera mjög slæm í ferðinni og er búin að gera lítið sem ekki neitt á milli leikja," sagði Margrét Lára eftir síðustu æfinguna fyrir leikinn. „Við reyndum í fyrsta leiknum en ég var bara slæm og er búin að vera slæm síðan. Við vildum prófa í gær á móti Kína þar sem við vorum að prófa nýtt leikkerfi," sagði Margrét Lára en hún var með Hólmfríði Magnúsdóttur með sér í framlínunni í sigrinum á Kína. „Mér lýst mjög vel á það að spila 4-4-2 og ég fagna alltaf því þegar það koma fleiri fram," sagði Margrét Lára. Meiðslin komu ekki í veg fyrir að Margrét Lára og systir hennar Elísa byrjuðu saman í fyrsta sinn í A-landsleik. „Það var æðislegt og rosalega gaman. Ég er hrikalega stolt af henni því hún er búin að standa sig frábærlega. Hún er að koma vel inn í þetta og nú er draumur að rætast hjá okkur. Vonandi næ ég að jafna mig sem fyrst svo að þetta geti aðeins verið byrjunin á einhverju stærra í framtíðinni," segir Margrét Lára. Ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestarMunar fimm árum á systrunum úr Eyjum Elísa Viðarsdóttir (til vinstri) er fædd 1991 en Margrét Lára Viðarsdóttir (til hægri) er fædd árið 1986. Mynd/gettyimages„Mér fannst hún og Katrín ná að spila rosalega vel saman. Þær eru ólíkar og það hentar oft vel. Allur varnarleikur liðsins var mjög góður á móti Kína. Ég viðurkenni samt alveg að það koma nokkur aukaslög þegar hún fær boltann og maður verður svolítið stressaður en hún er búin að sýna það að hún ætlar að standa sig vel og maður getur því aðeins farið að slaka á," sagði Margrét Lára í léttum tón. Elísa er fimm árum yngri en Margrét Lára en sló í gegn með nýliðum ÍBV í fyrrasumar. „Hún var nánast búin að velja handboltann fyrir tveimur til þremur árum þannig að þetta er búið að gerast rosalega hratt hjá henni. Hún er búin að taka miklum framförum," segir Margrét Lára. „Þetta sýnir það bara að það eru ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestar. Sumir leikmenn springa bara út seinna og hún er kannski gott dæmi um það en líka um hvað það skilar sér að leggja hart að sér og hafa trú og metnað," segir Margrét Lára. En hvað með meiðslin og framhaldið hjá henni sjálfri. „Auðvitað hef ég áhyggjur af þessum meiðslum. Það var rosalegt sjokk fyrir mig að lenda í þessu núna því við erum að fara í mikið prógramm með Potsdam. Það er Meistaradeildin í næstu viku og mikið af leikjum fram undan. Ég var komin í hörkuform og þetta var mjög svekkjandi. Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu því ég hélt að ég væri lokins að komast á gott skrið," sagði Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira