Innlent

Áttatíu metra mylla í Hafinu

Spaðarnir geta náð upp í 80 metra hæð.
Spaðarnir geta náð upp í 80 metra hæð.
„Að fengnum tilskildum leyfum er fyrirhugað að reisa vindmyllurnar í nóvember á þessu ári en umsóknin um virkjunarleyfi er hluti af því leyfisferli sem verkefnið þarf að fara í gegnum,“ segir Ásdís Ólafsdóttir hjá Landsvirkjun.

Um er að ræða tvær 0,9 megavatta vindmyllur sem á að reisa á svokölluðu Hafi á athafnasvæði Landsvirkjunar nálægt Búrfellsvirkjun. Fram kemur í auglýsingum um breytt skipulag á svæðinu að spaðar annarrar myllunnar geti náð upp í allt að 80 metra hæð. Það er fimm metrum hærra en Hallgrímskirkjuturn. Ásdís segir vindmyllurnar settar upp í tilraunaskyni.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×