Króatíski landsliðsmaðurinn Daniel Pranjic hjá Bayern München er á förum frá félaginu eftir að hafa fengið tilboð frá Kína sem hann hreinlega segist ekki geta hafnað.
Þessi 30 ára vængmaður mun fá tveggja og hálfs árs samning hjá ónefndu liði í Kína og fríðindin eru ekki af verri kantinum.
"Það er ekki möguleiki að hafna þessu tilboði. Peningarnir sem ég fæ eru ótrúlegir," sagði Pranjic en hann mun fá um 11 milljónir evra á næstu tveim árum að því er fjölmiðlar í Króatíu segja.
"Félagið mun sækja mig á einkaþotu eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni svo ég geti farið og skrifað undir samninginn. Ég mun verða með minn eigin einkabílstjóra allan sólarhringinn, má velja mér hvaða hús sem er og þeir ætla hreinlega að gera allt sem ég bið um."
Fær einkabílstjóra allan sólarhringinn og hús að eigin vali

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn