Huang Gnarr Sighvatur Björgvinsson skrifar 31. júlí 2012 06:00 Þegar íslensku útrásarvíkingana þraut örendið bar nokkuð nýrra við. „Sjá roðann í austri/hann brýtur sér braut“, sungum við ungir jafnaðarmenn í fyrndinni. Sá roði úr austri brýtur sér nú braut alla leiðina þaðan og upp á Grímsstaðahálendið. Og – eins og íslensku útrásarvíkingarnir – heillar þúsundirnar upp úr skónum með fögrum framtíðarfyrirheitum. Dreymnir Íslendingar, sem neyddust til að hætta að láta sig dreyma um Ísland sem miðdepilinn í fjármálaumsvifum heimsins, sjá nú fyrir sér heilsuhótel og golfvöll uppi á öræfum landsins, ásamt með flugvelli fyrir farþegaþotur (sumir halda orrustuþotur), hundrað villur við hótelið fyrir austræna auðmenn (sumir halda leiðtoga kínverskra kommúnista), risaumskipunarhöfn rétt við hlaðið á Gunnarsstöðum (sumir halda herskipahöfn), olíuhreinsunarstöð á hafnarbakkanum og risahótel í Reykjavík (fyrir ennþá fleiri kínverska kommúnista). „And you ain’t seen nothing yet“, eins og komist var svo vel að orði þegar íslensku útrásarvíkingarnir voru um það bil að leggja undir sig heiminn. „You ain"t seen nothing yet.“ Hvílíkur sæluhrollur fer um landann þegar þessi orð og atvik rifjast upp. Sjálfur voldugi kínverski drekinn sér mikilleik landans og landsins og hyggst hefja land og landsmenn upp í þann háa sess sem vér vitum oss ber en þar sem öfundsjúkir og illa þenkjandi útlendingar (ekki þó Kínverjar) stöðvuðu oss í miðri vegferð. Já, roðinn úr austri hann brýtur oss braut. Kínverjar eru sagðir vera vitmenn miklir, Konfúsíus og Lao Tse voru miklir vitringar. Ekki fer hins vegar eins mikið orð af Kínverjum fyrir glens eins og gáfur. Kínverjanum Huang Nubo hefur til dæmis ekki hugkvæmst eins og Jóni Gnarr að bjóða landsmönnum upp á hvítabjörn í húsdýragarðinn þó svo Kínverjinn segist eins og Jón vilja gera allt fyrir aumingja. Þess vegna er Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík en ekki Huang Nubo. Jón Gnarr hefur nefnilega miklu meiri húmor en Huang Nubo – þó hann sé að vísu ekki jafn stórtækur. Gnarr hefur nefnilega þennan fína húmor – ekki þennan stórkarlalega. Ekki svona svakalega stórkarlalegan. Er svo miklu betri en Huang í að gnarrast í fólki. Enda Íslendingur! Nema hvað?!? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar íslensku útrásarvíkingana þraut örendið bar nokkuð nýrra við. „Sjá roðann í austri/hann brýtur sér braut“, sungum við ungir jafnaðarmenn í fyrndinni. Sá roði úr austri brýtur sér nú braut alla leiðina þaðan og upp á Grímsstaðahálendið. Og – eins og íslensku útrásarvíkingarnir – heillar þúsundirnar upp úr skónum með fögrum framtíðarfyrirheitum. Dreymnir Íslendingar, sem neyddust til að hætta að láta sig dreyma um Ísland sem miðdepilinn í fjármálaumsvifum heimsins, sjá nú fyrir sér heilsuhótel og golfvöll uppi á öræfum landsins, ásamt með flugvelli fyrir farþegaþotur (sumir halda orrustuþotur), hundrað villur við hótelið fyrir austræna auðmenn (sumir halda leiðtoga kínverskra kommúnista), risaumskipunarhöfn rétt við hlaðið á Gunnarsstöðum (sumir halda herskipahöfn), olíuhreinsunarstöð á hafnarbakkanum og risahótel í Reykjavík (fyrir ennþá fleiri kínverska kommúnista). „And you ain’t seen nothing yet“, eins og komist var svo vel að orði þegar íslensku útrásarvíkingarnir voru um það bil að leggja undir sig heiminn. „You ain"t seen nothing yet.“ Hvílíkur sæluhrollur fer um landann þegar þessi orð og atvik rifjast upp. Sjálfur voldugi kínverski drekinn sér mikilleik landans og landsins og hyggst hefja land og landsmenn upp í þann háa sess sem vér vitum oss ber en þar sem öfundsjúkir og illa þenkjandi útlendingar (ekki þó Kínverjar) stöðvuðu oss í miðri vegferð. Já, roðinn úr austri hann brýtur oss braut. Kínverjar eru sagðir vera vitmenn miklir, Konfúsíus og Lao Tse voru miklir vitringar. Ekki fer hins vegar eins mikið orð af Kínverjum fyrir glens eins og gáfur. Kínverjanum Huang Nubo hefur til dæmis ekki hugkvæmst eins og Jóni Gnarr að bjóða landsmönnum upp á hvítabjörn í húsdýragarðinn þó svo Kínverjinn segist eins og Jón vilja gera allt fyrir aumingja. Þess vegna er Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík en ekki Huang Nubo. Jón Gnarr hefur nefnilega miklu meiri húmor en Huang Nubo – þó hann sé að vísu ekki jafn stórtækur. Gnarr hefur nefnilega þennan fína húmor – ekki þennan stórkarlalega. Ekki svona svakalega stórkarlalegan. Er svo miklu betri en Huang í að gnarrast í fólki. Enda Íslendingur! Nema hvað?!?
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar