Erlent

Var myndbandið tilbúningur?

Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt.

Upprunalega myndbandið, sem var birt á myndbandavef Google, YouTube, í gær sýnir örn steypa sér niður í almenningsgarði, krækja klónum í ungabarn og fljúga með það í nokkrar sekúndur.

Efasemdarmenn hafa birt fjölmargar færslur á Twitter þar sem myndbandið er sagt vera tilbúningur.

Þá hefur pistlahöfundurinn Alex Hern, sem skrifar fyrir New Statesman, nú skoðað myndbandið ramma fyrir ramma og segir hann ýmislegt gefi til kynna að myndbandið sé fölsun.

Hér fyrir ofan má sjá myndband sem þar sem bent er á nokkra hluti sem ekki virðast vera með felldu. Upprunalega myndbandið má sjá hér.


Tengdar fréttir

Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn

Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×