Erlent

Hluti af Suðurskautinu skírður í höfuðið á Bretadrottningu

Stór hluti af Suðurskautinu hefur verið skírður í höfuðið á Elísabetu Bretadrottningu og heitir hér eftir Queen Elizabeth Land. Svæðið sem hér um ræðir er nærri tvöfalt stærra en Bretland og var án nafns áður.

Tilkynnt var um þessa ákvörðun á sögulegum fundi drottningarinnar með bresku ríkisstjórninni í Downing stræti í gærdag. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1781, þegar Bandaríkjamenn háðu sjálfstæðisstríð sitt, að sitjandi konungur eða drottning Bretlands kemur á ríkisstjórnarfund.

Elísabet kom á fundinn í tilefni þess að 60 ára krýningarafmælisári hennar lýkur um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×