Lífið

Alvöru Harlem-stemning í Tryggvagötunni

Kristjana Björg Reynisdóttir og Steindór Grétar Jónsson á Harlem. Mynd/Vilhelm
Kristjana Björg Reynisdóttir og Steindór Grétar Jónsson á Harlem. Mynd/Vilhelm
"Við fengum til liðs við okkur á annan tug ungra myndlistarmanna til að skreyta innviði staðarins með fjölbreyttri myndlist. Það gefur honum lifandi blæ og það er virkilega flott að sjá alla þessa ólíku stíla blandast saman," segir Steindór Grétar Jónsson.

Steindór Grétar er einn eigenda nýs skemmtistaðar, Harlem, sem opnar að Tryggvagötu 22 á morgun. Lengi vel gekk staðurinn undir nafninu Bakkus, en fyrir rúmu ári var honum breytt í Þýska barinn og nú í Harlem. "Þetta hefur verið mikill sprettur og við erum búin að umturna staðnum á örfáum vikum. Á sama tíma erum við að undirbúa jólin, vinna að öðru og margir af listamönnunum okkar jafnvel í prófum eða lokaverkefnisskilum. Þar sem við vorum með mikið af góðu fólki með okkur gátum við þó látið þetta ganga upp," segir Steindór.

Árni Már Erlingsson var fenginn í hlutverk listræns stjórnanda við uppsetningu staðarins og kappkostað var að láta gestum líða vel á staðnum. "Við hugsuðum bara með okkur hvað okkur þætti vanta í stemninguna í miðbæinn og þetta varð niðurstaðan. Árni safnaði svo fólki úr öllum áttum, með ólíka sýn og tækni, og það kom ótrúlega vel út," segir Steindór. "Við komum svo til með að brydda upp á alls kyns nýjungum sem fólk fær að uppgötva þegar það kemur. En það er óhætt að segja að ýmislegt muni koma á óvart," bætir hann við.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.