Margir fá kransæðastíflu án þess að hafa hugmynd um það Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. september 2012 19:24 Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar. Mynd/E.Ól Svokölluð þögul hjartaáföll eru stærra vandamál en áður hefur verið talið. Þetta leiðir ný rannsókn, sem unnin var hér á landi, í ljós. Flestir kunna að telja að kransæðastíflu fari ekki framhjá þeim sem í slíku lenda en þöglar kransæðastíflur eru þó tvöfalt algengari á meðal eldra fólks og hafa alvarlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í rannsókn sem fjallað er um í nýjasta hefti The journal of amerivam medical association. Rannsóknin var unnin hér á landi en tæplega þúsund Íslendingar tóku þátt í henni. Hjartavernd kom að rannsókninni en þar er Vilmundur Guðnason forstöðulæknir. „Hún leiðir í ljós að fyrir hvern einstakling sem hefur fengið kransæðastíflu og veit af því eru tveir sem hafa ekki hugmynd um að þeir hafa fengið kransæðastíflu," segir Vilmundur. Vilmundur segir ljóst að þögul hjartaáföll af þessu tagi séu alveg jafnhættuleg og áföll þar sem sjúklingurinn hefur verið lagður inn á sjúkrahús. „Það sem er kannski mest um vert er að um þrjátíu prósent af þessum einstaklingum hafa látist á þessum sex árum miðað við ef maður ber saman við þá sem hafa ekki fengið kransæðarstíflu, það eru innan við tuttugu prósent," segir Vilmundur. Þeim sem glíma við sykursýki er sérstaklega hætt við að fá þögul áföll af þessu tagi en Vilmundur segir ekki fyllilega ljóst hvernig stendur á því. „Oft þegar maður ræðir við fólk þá man það eftir að hafa fengið sérstaklega slæma flensu eða eitthvað svoleiðis og það áttar sig bara ekki á einkennunum," segir Vilmundur. Hann brýnir því fyrir fólki að hika aldrei við að leita til læknis. „Ef að fólk er með einhver einkenni, þyngls fyrir brjósti sérstaklega áreynslubundið, verk út í handleggi, þá á það ekkert að hika við að leita til læknis. Við viljum frekar sjá of marga en of fáa," segir hann. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Svokölluð þögul hjartaáföll eru stærra vandamál en áður hefur verið talið. Þetta leiðir ný rannsókn, sem unnin var hér á landi, í ljós. Flestir kunna að telja að kransæðastíflu fari ekki framhjá þeim sem í slíku lenda en þöglar kransæðastíflur eru þó tvöfalt algengari á meðal eldra fólks og hafa alvarlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í rannsókn sem fjallað er um í nýjasta hefti The journal of amerivam medical association. Rannsóknin var unnin hér á landi en tæplega þúsund Íslendingar tóku þátt í henni. Hjartavernd kom að rannsókninni en þar er Vilmundur Guðnason forstöðulæknir. „Hún leiðir í ljós að fyrir hvern einstakling sem hefur fengið kransæðastíflu og veit af því eru tveir sem hafa ekki hugmynd um að þeir hafa fengið kransæðastíflu," segir Vilmundur. Vilmundur segir ljóst að þögul hjartaáföll af þessu tagi séu alveg jafnhættuleg og áföll þar sem sjúklingurinn hefur verið lagður inn á sjúkrahús. „Það sem er kannski mest um vert er að um þrjátíu prósent af þessum einstaklingum hafa látist á þessum sex árum miðað við ef maður ber saman við þá sem hafa ekki fengið kransæðarstíflu, það eru innan við tuttugu prósent," segir Vilmundur. Þeim sem glíma við sykursýki er sérstaklega hætt við að fá þögul áföll af þessu tagi en Vilmundur segir ekki fyllilega ljóst hvernig stendur á því. „Oft þegar maður ræðir við fólk þá man það eftir að hafa fengið sérstaklega slæma flensu eða eitthvað svoleiðis og það áttar sig bara ekki á einkennunum," segir Vilmundur. Hann brýnir því fyrir fólki að hika aldrei við að leita til læknis. „Ef að fólk er með einhver einkenni, þyngls fyrir brjósti sérstaklega áreynslubundið, verk út í handleggi, þá á það ekkert að hika við að leita til læknis. Við viljum frekar sjá of marga en of fáa," segir hann.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira