Fótbolti

Zlatan: Ef Messi notaði líka hægri þá værum við fyrst í alvöru vandræðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic og Lionel Messi eftir fyrri leikinn.
Zlatan Ibrahimovic og Lionel Messi eftir fyrri leikinn. Mynd/Nordic Photos/Getty
Zlatan Ibrahimovic hefur að sjálfsögðu verið spurður mikið út í Lionel Messi í aðdraganda leikja AC Milan og Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerður 0-0 jafntefli í Mílanó en mætast á Camp Nou í kvöld.

„Lionel Messi fæddist með hæfileika sína en Ronaldo hefur öðlaðist þá með endalausum æfingum," sagði Svíinn snjalli um muninn á Lionel Messi og Cristiano Ronaldo en hann var þá í sjónvarpsviðtali hjá TV3.

Zlatan Ibrahimovic spilaði með Messi tímabilið 2009-10 og hann þakkar fyrir þá staðreynd að Argentínumaðurinn treystir algjörlega á vinstri fótinn sinn.

„Messi þarf ekki á hægri fætinum að halda. Hann notar bara vinstri fótinn og er samt sá besti í heimi. Ef Messi notaði líka hægri fótinn þá værum við fyrst í alvöru vandræðum," sagði Zlatan Ibrahimovic í léttum tón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×