Fótbolti

Messi ætlar að deila Gullboltanum með Xavi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fjórir öflugir - Iniesta, Xavi, Messi og Rooney.
Fjórir öflugir - Iniesta, Xavi, Messi og Rooney. Nordic Photos / Getty Images
Lionel Messi, sem var í kvöld valinn knattspyrnumaður ársins af FIFA þriðja árið í röð, ætlar að deila verðlaununum með Xavi, liðsfélaga sínum.

„Þetta er mér mikill heiður," sagði Messi í kvöld og þakkaði öllum liðsfélögum sínum, bæði hjá Barcelona og landsliði Argentínu. „Ég ætla að deila þessari viðurkenningu með Xavi."

„Það er frábært að fá að spila með honum. Xavi - þú átt þetta jafn mikið skilið og ég. Ég hefði ekki unnið án þín og ég vil þakka þér fyrir að vera svona góður vinur."

Messi fór á kostum með Barcelona á árinu og skoraði 31 mark í jafn mörgum deildarleikjum. Hann var maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar er Barcelona hafði betur gegn Manchester United en Barcelona vann í vor sinn þriðja meistaratitil í röð á Spáni - svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×