Innlent

Segir Alþingi vera orkulaust

Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
"Það sjá það allir að Alþingi, eins og það er samsett í dag, getur ekki boðið fólki upp á meirihlutastjórn í þessu landi," sagði Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Kristján var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Kristján gefur nú kost á sér 2. varamaður Sjálfstæðisflokksins.

„Við þurfum allavega tvennar til þrennar kosningar áður en stöðuleiki kemur á stjórnarfarið í landinu."

Kristján sagði núverandi ríkisstjórn ekki hafa burðina til takast á við stór mál. Í því samhengi nefnir hann Evrópusambandsaðild, fiskveiðimálin og stjórnarskrármálið.

„Þessi ríkisstjórn hefur hvorki burði, getu né orku til að koma þessum málum fram í þeirri mynd sem hún vill gera."

Kristján vill fá kosningar sem fyrst. Hann segir að Alþingi, eins og það er samsett í dag, sé orkulaust. „Þetta þing sem búið er að sitja síðan í apríl 2009 er gjörsamlega búið að tæma sín batterí," segir Kristján.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristján Þór hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×