Svali Björgvinsson mætti til Valtýs Bjarnar Valtýssonar í Boltanum á X-inu 977 í dag og fór yfir íslenska körfuboltann en framundan er úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla og kvenna. Svali fór líka yfir gang mála í umspili um sæti í Iceland Express deild karla auk þess að hann og Valtýr ræddu aðeins stöðuna í NBA-deildinni.
Það er hægt að nálgast spá Svala inn á Vísi en hann fer þá meðal annars yfir hvert einvígi í úrslitakeppninni. Hér fyrir neðan eru tenglar á samtal þeirra Svala og Valtýs í þættinum í dag.
Svali Björgvins spáir í spilin í úrslitakeppni Iceland Expressdeild karla
Svali Björgvins spáir í spilin í úrslitakeppni Iceland Expressdeild kvenna
Svali Björgvins spáir í spilin í umspili um sæti í Iceland Expressdeild karla
Svali Björgvins um NBA-deildina í vetur
Svali Björgvins spáir í spilin í úrslitakeppnum körfuboltans
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
