Hamilton lang fjótastur á föstudagsæfingum Birgir Þór Harðarson skrifar 23. mars 2012 16:00 Hamilton var lang fljótastur í Malasíu í nótt á McLaren bíl sínum. nordicphotos/afp Lewis Hamilton var fljótastur allra á báðum föstudagsæfingunum fyrir kappaksturinn í Malasíu sem fram fer um helgina. Red Bull menn voru ekki langt undan á fyrri æfingunni en mistu af lestinni í þeirri seinni. Mercedes bíll þeirra Nico Rosberg og Michael Schumacher virðist vera gríðarlega fljótur á Sepang brautinni og voru þeir báðir í efstu fjórum sætunum á æfingunum tveimur. Jenson Button, sem sigraði ástralska kappaksturinn um siðastliðna helgi, var ekki langt undan liðsfélaga sínum Hamilton á seinni æfingunni. Vandamál komu í veg fyrir að hann æki fleiri en 15 hringi á fyrri æfingunni. Búist var við að rigning myndi setja strik í reikninginn á fyrri æfingunni og hafa þar af leiðandi áhrif á þá síðari. Liðin kepptust því við að fullkomna bíla sína fyrir kappaksturinn snemma morguns í Malasíu. Af rigningunni varð þó ekki. Lotus liðið tilkynnti á Twitter eftir seinni æfinguna að það þyrfti að skipta um gírkassa í bíl Kimi Raikkönen. Hann mun því missa fimm sæti á ráslínunni á sunnudaginn. Kamui Kobayashi á Sauber var fjórtándi á báðum æfingunum. Hann hefur væntanlega ekki sofið neitt rosalega vel því á twitter greindi hann frá skrítnum draum sem hann átti þá um nóttina. Kamui er eini ökumaðurinn sem fær að tvíta í friði frá vinnuveitendum sínum. Aðrir ökumenn fylgja einhverjum leiðinlegum PR reglum liðanna. Færslan hans Kamui var svohljóðandi: "@kamui_kobayashi Góðan dag. Átti furðulegan draum þar sem ég var í stríði með hagglabyssu sem ég skaut úr óvart. Það var óhuggulegt en mjög spennandi draumur." Formúla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton var fljótastur allra á báðum föstudagsæfingunum fyrir kappaksturinn í Malasíu sem fram fer um helgina. Red Bull menn voru ekki langt undan á fyrri æfingunni en mistu af lestinni í þeirri seinni. Mercedes bíll þeirra Nico Rosberg og Michael Schumacher virðist vera gríðarlega fljótur á Sepang brautinni og voru þeir báðir í efstu fjórum sætunum á æfingunum tveimur. Jenson Button, sem sigraði ástralska kappaksturinn um siðastliðna helgi, var ekki langt undan liðsfélaga sínum Hamilton á seinni æfingunni. Vandamál komu í veg fyrir að hann æki fleiri en 15 hringi á fyrri æfingunni. Búist var við að rigning myndi setja strik í reikninginn á fyrri æfingunni og hafa þar af leiðandi áhrif á þá síðari. Liðin kepptust því við að fullkomna bíla sína fyrir kappaksturinn snemma morguns í Malasíu. Af rigningunni varð þó ekki. Lotus liðið tilkynnti á Twitter eftir seinni æfinguna að það þyrfti að skipta um gírkassa í bíl Kimi Raikkönen. Hann mun því missa fimm sæti á ráslínunni á sunnudaginn. Kamui Kobayashi á Sauber var fjórtándi á báðum æfingunum. Hann hefur væntanlega ekki sofið neitt rosalega vel því á twitter greindi hann frá skrítnum draum sem hann átti þá um nóttina. Kamui er eini ökumaðurinn sem fær að tvíta í friði frá vinnuveitendum sínum. Aðrir ökumenn fylgja einhverjum leiðinlegum PR reglum liðanna. Færslan hans Kamui var svohljóðandi: "@kamui_kobayashi Góðan dag. Átti furðulegan draum þar sem ég var í stríði með hagglabyssu sem ég skaut úr óvart. Það var óhuggulegt en mjög spennandi draumur."
Formúla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira