Erlent

Áhrif á kosningabaráttuna

Nicolas Sarkozy Gæti staðið betur að vígi.
Nicolas Sarkozy Gæti staðið betur að vígi.
Mánuður er til forsetakosninga í Frakklandi og margt bendir til þess að voðaverk Mohammeds Merah séu strax farin að hafa áhrif á þær.

Nicolas Sarkozy forseti hefur ekki þótt líklegur til sigurs samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið, en hann gæti grætt á því að hafa á síðustu vikum lagt aukna áherslu á harðari stefnu gagnvart útlendingum og flóttamönnum. Francois Hollande, forsetaefni Sósíalistaflokksins, gæti á hinn bóginn glatað forskoti sínu fyrir það að hafa aldrei gert þjóðaröryggismál að forgangsatriði í kosningabaráttunni.

Þá nota franskir þjóðernissinnar sér þennan atburð óspart og segja engan lengur þurfa að velkjast í vafa um að ógn stafi af múslimum: „Í tíu ár hef ég verið að gagnrýna íslamista," sagði Marine Le Pen, forsetaefni Þjóðernisfylkingarinnar, „og ég segi það einu sinni enn: Við vanmetum þessa hættu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×