Lagerbäck: FIFA-listinn skiptir engu máli fyrr en eftir tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2012 16:30 Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi. „Ef við horfum til baka á leikina við Japan og Svartfjallaland þá eru nokkrir hlutir sem ég vil sjá liðið gera betur og einkum þegar við erum að byggja upp sóknirnar. Við vorum að tapa boltunum of mikið og við þurfum líka að gera betur þegar við vinnum boltann. Ég var í heildina nokkuð sáttur með varnarleikinn en við þurfum að gera betur þegar við erum með boltann," sagði Lars Lagerbäck. „Þetta er nokkuð ungur og reynslulítill hópur ef við miðum við það hvernig landslið eru vanaleg uppbyggð. Ef við tökum leikmann eins og Kolbein þá hefur hann þegar náð sér í mikla reynslu. Ég óttast það ekki að leikmennirnir eru ungir og með fáa landsleiki á bakinu því á móti eru þessir strákar með mikinn metnað. Það er jákvætt að vera með marga unga menn en auðvitað væri betra að vera með reynslumeiri kjarna í liðinu. Þetta eru bestu leikmennirnir okkar í dag og við látum reyna á þá," sagði Lars sem valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í landsliðið þrátt fyrir að Eiður sé byrjaður að spila aftur „Ég talaði við Eið Smára þegar hann var meiddur og hann talaði þá um að vilja koma til baka í landsliðið sem fyrst. Ég hef ekki talað við hann síðan að byrjaði að spila en ætla að reyna að koma á fundi með honum til þess að sjá hvernig hann sér fyrir sér framhaldið. Það er betra fyrir hann að mínu mati að ná heilu undirbúningstímabili áður en hann kemur aftur inn í landsliðið," sagði Lars. „Ef við horfum á FIFA-listann þá ættum við kannski að mæta veikari þjóðum sem við eigum meiri möguleika á að vinna og hækka okkur á FIFA-listanum. Að mínu mati fer þessi FIFA-listi ekki að skipta neinu máli fyrir okkur fyrr en eftir tvö ár þegar að það kemur að drættinum fyrir næstu undankeppni . Það er mikilvægara fyrir okkur í dag að fá erfiða leiki og láta aðeins reyna á liðið á móti sterkari þjóðum," sagði Lars. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi. „Ef við horfum til baka á leikina við Japan og Svartfjallaland þá eru nokkrir hlutir sem ég vil sjá liðið gera betur og einkum þegar við erum að byggja upp sóknirnar. Við vorum að tapa boltunum of mikið og við þurfum líka að gera betur þegar við vinnum boltann. Ég var í heildina nokkuð sáttur með varnarleikinn en við þurfum að gera betur þegar við erum með boltann," sagði Lars Lagerbäck. „Þetta er nokkuð ungur og reynslulítill hópur ef við miðum við það hvernig landslið eru vanaleg uppbyggð. Ef við tökum leikmann eins og Kolbein þá hefur hann þegar náð sér í mikla reynslu. Ég óttast það ekki að leikmennirnir eru ungir og með fáa landsleiki á bakinu því á móti eru þessir strákar með mikinn metnað. Það er jákvætt að vera með marga unga menn en auðvitað væri betra að vera með reynslumeiri kjarna í liðinu. Þetta eru bestu leikmennirnir okkar í dag og við látum reyna á þá," sagði Lars sem valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í landsliðið þrátt fyrir að Eiður sé byrjaður að spila aftur „Ég talaði við Eið Smára þegar hann var meiddur og hann talaði þá um að vilja koma til baka í landsliðið sem fyrst. Ég hef ekki talað við hann síðan að byrjaði að spila en ætla að reyna að koma á fundi með honum til þess að sjá hvernig hann sér fyrir sér framhaldið. Það er betra fyrir hann að mínu mati að ná heilu undirbúningstímabili áður en hann kemur aftur inn í landsliðið," sagði Lars. „Ef við horfum á FIFA-listann þá ættum við kannski að mæta veikari þjóðum sem við eigum meiri möguleika á að vinna og hækka okkur á FIFA-listanum. Að mínu mati fer þessi FIFA-listi ekki að skipta neinu máli fyrir okkur fyrr en eftir tvö ár þegar að það kemur að drættinum fyrir næstu undankeppni . Það er mikilvægara fyrir okkur í dag að fá erfiða leiki og láta aðeins reyna á liðið á móti sterkari þjóðum," sagði Lars. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira