Íslenski boltinn

Strákarnir í 21 árs liðinu komnir á botninn í riðlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gengur lítið hjá Eyjólfi Sverrissyni og lærisveinum hans í undankeppni EM.
Það gengur lítið hjá Eyjólfi Sverrissyni og lærisveinum hans í undankeppni EM. Mynd/Valli
Íslenska 21 árs landsliðið tapaði 0-1 á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM í Bakú í Aserbaídsjan í dag og situr því í botnsæti riðilsins þegar liðið hefur spilað fimm leiki af átta.

Sigurinn nægði Aserbaídsjan til að komast upp úr botnsætinu og upp fyrir Ísland en liðið náði í stig á heimavelli á móti Belgíu í síðasta leik liðsins á árinu 2011 eftir að hafa tapað stórt í fyrstu þremur leikjum sínum

Íslenska liðið vann 2-1 sigur á Belgum í fyrsta leik sínum í undankeppninni en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð með markatölunni 0-11.

Ali Gokdemir skoraði eina mark leiksins á 41. mínútu en hann skoraði þá beint úr aukaspyrnu framhjá Ásgeiri Þór Magnússyni í marki Íslands.

Hörður Björgvin Magnússon komst næst því að jafna leikinn þegar hann skallaði í slá á 75. mínútu.

Næsti leikur íslenska liðsins er á heimavelli á móti Aserbaídsjan í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×