Fótbolti

Mexíkóskum markverði rænt

Omar Ortiz.
Omar Ortiz.
Mexíkóskir fjölmiðlar segja að markverðinum Omar Ortiz hafi verið rænt en ekkert hefur til hans spurst síðustu daga.

Samkvæmt fréttum í Mexíkó var honum rænt af hópi vopnaðra manna. Fjölskylda hans beið í 48 tíma áður en hún tilkynnti um ránið.

Þessi 35 ára gamli markvörður er í tveggja ára leikbanni eftir að hafa fallið í lyfjaprófi en hann hafði neytt eiturlyfja.

Yfirvöld í Mexíkó hafa ekki gefið neitt út um málið og því ekki vitað hvort krafa um lausnargjald hafi borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×