„Pinnið á minnið“ brýtur á réttindum Sunna skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Ísland er með síðustu ríkjum Evrópu sem innleiða hinar nýju kröfur, en markmið þeirra er að gera kortagreiðslur öruggari og draga úr kortasvikum. Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir verkefnið „Pinnið á minnið“ harðlega og segir fyrirkomulagið brjóta á réttindum fatlaðra einstaklinga. Ekki hafi allir líkamlega getu til að slá inn tölur á posa, eða andlega getu til að muna fjögurra stafa talnarunu. Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, segir enga jafnræðisreglu vera í fyrirkomulaginu. „Það er svo margt sem getur komið í veg fyrir að fólk geti munað pinnin og stimplað þau inn. Það er verið að brjóta á rétti fatlaðra þar sem ekki er verið að gera ráð fyrir fjölbreyttu mannlífi.“ Enn er hægt að nota posa í verslunum upp á gamla móðinn, það er með því að nota segulrönd eða sleppa því að stimpla inn lykilnúmer, en sá möguleiki er einungis leyfilegur tímabundið. Fljótlega verða allir beðnir um að staðfesta viðskiptin með pinni í stað undirskriftar. Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi stjórnlagaráðskona, segir það gefa augaleið að fyrirkomulagið verði ekki aðgengilegt fyrir mjög stóran hóp. „Ef ég væri ekki með aðstoðarfólk gæti ég ekki stundað svona viðskipti,“ segir Freyja. Hún bendir einnig á að hreyfing meðal aðstoðarfólks fatlaðra sé töluverð og ef fyrirkomulagið verði þannig að starfsfólk þurfi að vita leyninúmer vinnuveitanda þyrfti ekki að líða langur tími þar til tölurnar væru komnar út um víðan völl. Hún segir málið verulega umhugsunarvert. „Þetta getur orðið verulega stórt vandamál og er gott dæmi um hvernig samfélagið er hannað fyrir ákveðinn hóp,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn verkefnisins Pinnið á minnið þurfa fyrirtæki að tryggja aðgengi fatlaðra að posunum, til dæmis með þeim hætti að manneskja í hjólastól geti fengið posann til sín og staðfest greiðslu. Þá hafi sú leið verið farin í Bretlandi fyrir þann hóp sem ekki geti lagt tölurnar á minnið að fólk geti sótt um kort þar sem örgjörvinn sé lesinn en korthafi fái áfram að staðfesta með undirskrift. Þar í landi eru innan við 0,35% korta af þeirri gerð. „Við væntum þess að útgefendur greiðslukorta muni á næstunni kynna sínar lausnir sem henta þessum hópum korthafa sérstaklega,“ segir í svari verkefnastjórnar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir verkefnið „Pinnið á minnið“ harðlega og segir fyrirkomulagið brjóta á réttindum fatlaðra einstaklinga. Ekki hafi allir líkamlega getu til að slá inn tölur á posa, eða andlega getu til að muna fjögurra stafa talnarunu. Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins, segir enga jafnræðisreglu vera í fyrirkomulaginu. „Það er svo margt sem getur komið í veg fyrir að fólk geti munað pinnin og stimplað þau inn. Það er verið að brjóta á rétti fatlaðra þar sem ekki er verið að gera ráð fyrir fjölbreyttu mannlífi.“ Enn er hægt að nota posa í verslunum upp á gamla móðinn, það er með því að nota segulrönd eða sleppa því að stimpla inn lykilnúmer, en sá möguleiki er einungis leyfilegur tímabundið. Fljótlega verða allir beðnir um að staðfesta viðskiptin með pinni í stað undirskriftar. Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi stjórnlagaráðskona, segir það gefa augaleið að fyrirkomulagið verði ekki aðgengilegt fyrir mjög stóran hóp. „Ef ég væri ekki með aðstoðarfólk gæti ég ekki stundað svona viðskipti,“ segir Freyja. Hún bendir einnig á að hreyfing meðal aðstoðarfólks fatlaðra sé töluverð og ef fyrirkomulagið verði þannig að starfsfólk þurfi að vita leyninúmer vinnuveitanda þyrfti ekki að líða langur tími þar til tölurnar væru komnar út um víðan völl. Hún segir málið verulega umhugsunarvert. „Þetta getur orðið verulega stórt vandamál og er gott dæmi um hvernig samfélagið er hannað fyrir ákveðinn hóp,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn verkefnisins Pinnið á minnið þurfa fyrirtæki að tryggja aðgengi fatlaðra að posunum, til dæmis með þeim hætti að manneskja í hjólastól geti fengið posann til sín og staðfest greiðslu. Þá hafi sú leið verið farin í Bretlandi fyrir þann hóp sem ekki geti lagt tölurnar á minnið að fólk geti sótt um kort þar sem örgjörvinn sé lesinn en korthafi fái áfram að staðfesta með undirskrift. Þar í landi eru innan við 0,35% korta af þeirri gerð. „Við væntum þess að útgefendur greiðslukorta muni á næstunni kynna sínar lausnir sem henta þessum hópum korthafa sérstaklega,“ segir í svari verkefnastjórnar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira