Innlent

Valtari slær í gegn í Bandaríkjunum - 26 þúsund eintök seld

Hljómsveitn Sigur Rós mun fara á tónleikaferðlag í sumar til að fylgja eftir plötunni. Kjartan Sveinsson, sem er lengst til hægri á myndinni, fer ekki með í ferðina af persónulegum ástæðum.
Hljómsveitn Sigur Rós mun fara á tónleikaferðlag í sumar til að fylgja eftir plötunni. Kjartan Sveinsson, sem er lengst til hægri á myndinni, fer ekki með í ferðina af persónulegum ástæðum.
Hljómsveitin Sigur Rós hefur selt yfir tuttugu og sex þúsund eintök af nýjustu plötu sinni, Valtari, í Bandaríkjunum og kom út í lok síðasta mánaðar. Platan situr nú í sjöunda sæti á Billboard-listanum sem verður gefinn út á morgun.

Sigur Rós hefur aldri náð svo langt á listanum, sem þykir vera einn virtasti í tónlistarbransanum. Árið 2008 náðu þeir 15. sæti þegar þeir seldu þrjátíu og tvö þúsund eintök af plötunni Með Suð í Eyrum Spilum endalaust. Þó að platan hafi selst í tuttugu og sex þúsund eintökum í Bandaríkjunum má gera ráð fyrir að hún hafi selst í miklu fleiri eintökum þegar teknar eru sölutölur út um allan heim.

Í efsta sæti listans þessa vikuna er nýjasta plata John Mayer, Born and Raised, en hún hefur selst í yfir 65 þúsund eintökum.

Íslenska hljómsveitin Of Monster and Men fór í 6. sæti á Billboard-listanum í byrjun apríl með plötu sína My Head Is an Animal. Platan er í 20. sæti þessa vikuna sem verður að teljast mjög góður árangur. Og á listanum yfir mest seldu rokk-plöturnar er hún í 8. sæti.

Það er því nokkuð ljóst að Íslendingar eru að gera það gott vestanhafs um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×