Snjallsímar orðnir plága á golfmótum 6. júní 2012 19:45 Mickelson kann því illa að vera myndaður eins og þarna er gert. Kylfingurinn Phil Mickelson dró sig úr keppni eftir fyrsta daginn á Memorial-mótinu. Hann kom þá algjörlega brjálaður í hús á 79 höggum. Hann kenndi snjallsímum um slæma spilamennsku sína. Fjölmargir fylgdu Mickelson eftir og þeir voru flestir með snjallsímana á lofti lungann af tímanum að taka myndir. Það truflaði Mickelson, og reyndar aðra í hollinu, svo mikið að þeir þurftu oft að labba frá boltanum og stilla sér upp á nýjan leik. Svo reiður varð Mickelson á sjöttu holu að hann reif sjálfur upp símann sinn og sendi yfirmanni PGA-mótaraðarinnar sms þar sem hann kvartaði yfir því að reglur um notkun snjallsíma á mótunum væri ekki nógu hörð. "Phil er frábær leikmaður og mikill meistari en þessi stanslausa myndataka tók hann úr jafnvægi. Það er sorglegt og enn sorglegra að snjallsímar geti valdið því hvort menn vinni stórmót eða ekki," sagði Bubba Watson sem var í hollinu með Mickelson. PGA-mótaröðin leyfði farsíma aftur á völlunum í fyrra. Símhringingin má þá ekki vera virk og einnig er bannað að taka myndir. Áhorfendur gefa þó lítið fyrir þær reglur. Taka myndir í gríð og erg og fjölmargir gleyma að slökkva á hringingum síma sinna. Um 50 símar voru gerðir upptækir í holli Mickelson. 100 símar voru aftur á móti teknir af áhorfendum sem voru að elta Tiger Woods. Hann lét myndatökurnar aftur á móti ekki pirra sig jafn mikið og Mickelson og vann mótið. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingurinn Phil Mickelson dró sig úr keppni eftir fyrsta daginn á Memorial-mótinu. Hann kom þá algjörlega brjálaður í hús á 79 höggum. Hann kenndi snjallsímum um slæma spilamennsku sína. Fjölmargir fylgdu Mickelson eftir og þeir voru flestir með snjallsímana á lofti lungann af tímanum að taka myndir. Það truflaði Mickelson, og reyndar aðra í hollinu, svo mikið að þeir þurftu oft að labba frá boltanum og stilla sér upp á nýjan leik. Svo reiður varð Mickelson á sjöttu holu að hann reif sjálfur upp símann sinn og sendi yfirmanni PGA-mótaraðarinnar sms þar sem hann kvartaði yfir því að reglur um notkun snjallsíma á mótunum væri ekki nógu hörð. "Phil er frábær leikmaður og mikill meistari en þessi stanslausa myndataka tók hann úr jafnvægi. Það er sorglegt og enn sorglegra að snjallsímar geti valdið því hvort menn vinni stórmót eða ekki," sagði Bubba Watson sem var í hollinu með Mickelson. PGA-mótaröðin leyfði farsíma aftur á völlunum í fyrra. Símhringingin má þá ekki vera virk og einnig er bannað að taka myndir. Áhorfendur gefa þó lítið fyrir þær reglur. Taka myndir í gríð og erg og fjölmargir gleyma að slökkva á hringingum síma sinna. Um 50 símar voru gerðir upptækir í holli Mickelson. 100 símar voru aftur á móti teknir af áhorfendum sem voru að elta Tiger Woods. Hann lét myndatökurnar aftur á móti ekki pirra sig jafn mikið og Mickelson og vann mótið.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira