Innlent

Hraðbraut hættir starfsemi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Johnson er skólastjóri Hraðbrautar.
Ólafur Johnson er skólastjóri Hraðbrautar.
Við blasir að starfsemi Menntaskólans Hraðbrautar verður hætt nú að skólaárinu loknu, í bili að minnsta kosti. Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, segir að reynt verði að aðstoða nemendur á fyrra námsári til að tryggja þeim skólavist annars staðar eins farsællega og kostur er. Sama eigi við um kennara og aðra starfsmenn Hrað­brautar sem margir hafi leitað á aðrar slóðir, með góðum árangri í flestum tilvikum.

„Ljóst er að þegar skólanum var synjað um nýjan þjónustusamning var um aðför stjórnvalda að einkarekstri að ræða. Sú aðför hefur heppnast vel. Tjónið sem af þessu hlýst hjá nemendum, starfsmönnum og eigendum er þungbært. Síðast en ekki síst er tjón þjóðfélagsins mikið," segir Ólafur Johnson í tilkynningunni.

Eigendur Menntaskólans Hraðbrautar lýsa því ekki yfir að skólanum verði lokað heldur að reksturinn leggist af um sinn. Eigendur skólans ætla að reyna áfram að ná samkomulagi við yfirvöld um rekstur skólans til frambúðar. Þeir segja ljóst að skólinn gegni mikilvægu hlutverki. Því sé mikilvægt að tryggja varanlega framtíð hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×