Fótbolti

FCK úr leik | Enginn Íslendingur í Meistaradeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
FC Kaupmannahöfn tókst ekki að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en liðið tapaði í kvöld fyrir Lille, 2-0, í framlengdum leik.

FCK hafði 1-0 forystu eftir fyrri viðureign liðanna en Lucas Digne kom Lille yfir í kvöld með marki á 43. mínútu.

Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og þurfti því að framlengja leikinn. Tulio De Melo skoraði svo í lok fyrri hálfleik framlengingarinnar fyrir heimamenn og tryggði þar með Lille sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn FCK en Sölvi Geir Ottesen var á bekknum. Með tapi FCK er ljóst að ekkert Íslendingalið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×