Þýska knattspyrnuliðið Hertha Berlin réði í dag nýjan knattspyrnustjóra í brúna en hinn margreyndi Otto Rehhagel verður næsti stjóri liðsins.
Rehhagel skaust síðan upp á sjónarsviðið þegar hann gerði Grikki að Evrópumeisturum árið 2004 en hann var með landslið Grikkja á árunum 2001-2010. Þessi 73 ára Þjóðverji hefur stjórnað mörgum þýskum félögum áður og þekkir vel til boltans þar í landi.
„Ég er hraustur og hef enn gaman af þessu starfi," sagði Otto Rehhagel.
„Ég spilaði hér á sínum tíma sem leikmaður og þekki aðstæður vel. Þetta lið verður að vera í efstu deild og ég mun ná því fram".
Otto Rehhagel ráðinn nýr þjálfari Hertha Berlin
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn


Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti

