Tannpínusjúklingar nútímans Ingimar Einarsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Undanfarin misseri hefur ástandið í tannheilsumálum þjóðarinnar verið til umræðu á opinberum vettvangi. Á málþingi sem samtökin Barnaheill stóðu nýlega fyrir var yfirskriftin „Heilbrigðar tennur: Mannréttindi eða forréttindi?" Þar kom fram að tannskemmdir meðal barna og unglinga hér á landi eru mun meiri en í nágrannalöndunum og ástandið hefur snarversnað sl. áratug. Það vakti sömuleiðis athygli að þegar Stokkhólmsútibú alþjóðlegu ráðgjafastofunnar „The Boston Consulting Group" skilaði skýrslu sinni til velferðarráðherra haustið 2011 reyndist fjöldi tannlækna á íbúa vera meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Norrænn samanburðurÁrið 2007 réðst Norræna ráðherranefndin í rannsókn á gæðaþróun og öryggi sjúklinga í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Þessi athugun náði m.a. til munn- og tannhirðu íbúa þessa heimshluta. Í skýrslu um niðurstöður hennar er að finna fróðlegar upplýsingar um ástandið í tannheilsumálum íslensku þjóðarinnar samanborið við stöðuna í grannlöndum okkar. Þar kemur fram, eins og sjá má á mynd 1, að tannheilsa 12 ára barna er mun lakari á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Aðrar mælingar og viðmið eins og SiC-viðmiðið eða „Significant Caries Index" segja sömu sögu um tannheilsu barna og unglinga. Tannheilsa aldraðra er heldur ekki góð. Samkvæmt norrænu rannsókninni voru 33% í aldurshópnum 65-74 ára með 20 eða fleiri heilar tennur árið 2007. Í Noregi er þetta hlutfall hæst eða 66%. Sviptingar í tannheilsuMynd 1.Tannheilsa þjóðarinnar var mjög bágborin langt fram eftir 20. öldinni. Halldór Laxness hélt því fram á þriðja áratugnum að tannpínusjúklingar væru stærsti flokkur landsins og undraðist að það skyldi látið viðgangast umtölulaust að stjórnarmeirihlutann skipuðu langþjáðir tannpínumenn. Um miðja öldina voru starfandi 25 tannlæknar í landinu og af þeim voru aðeins 3 starfandi utan suðvesturhornsins. Skólatannlækningar, sem hófust í Reykjavík 1922, efldust á 8. og 9. áratugnum og forvarnir fengu meira vægi í tannlæknaþjónustunni. Á síðustu áratugum aldarinnar var árangur íslenskrar tannheilbrigðisþjónustu orðinn sambærilegur við það sem best gerðist meðal norrænna þjóða. Árið 1996 var tannátustuðull (DMFT) 12 ára barna kominn niður í 1,5 og um aldamótin síðustu þótti því gerlegt að setja sér það markmið að hann yrði orðinn 1,0 árið 2010. Breytt skipulag tannlækninga ásamt breyttu mataræði og lífsháttum hefur orðið til þess að tannheilsa barna og unglinga fer nú þverrandi með hverju árinu sem líður. "Ábyrgð“ á herðar foreldraÍ kjölfar breyttrar löggjafar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga 1990 var foreldrum gert að greiða vaxandi hlut af kostnaði við tannlækningar barna. Álit Samkeppnisráðs árið 1996 um aðgerðir til að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði skólatannlækna og einkatannlækna átti sömuleiðis sinn þátt í að skólatannlækningar liðu endanlega undir lok árið 2002. Stjórnvöldum bauðst tækifæri til að draga úr útgjöldum ríkisins vegna tannlækninga og tannlæknar, sem lítinn áhuga höfðu á samningsgerð, skelltu í góm og hafa síðan einbeitt sér að því að veita þeim þjónustu sem geta borgað fyrir hana. Það sem af er þessari öld hafa ekki náðst samningar milli tannlækna og heilbrigðisyfirvalda um fjárframlög hins opinbera til tannlæknaþjónustu. Fyrir utan samninga um forvarnarskoðanir á tönnum 3, 6 og 12 ára barna. Er nú svo komið að Íslendingar greiða sjálfir yfir 80% af tannlæknakostnaði úr eigin vasa. Sá þáttur heilbrigðiskerfisins sem snýr að tannlækningum getur því varla talist af félagslegum toga. Einfaldlega vegna þess að til þess að svo sé mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Kerfisbreytingar?Það er svo áleitin spurning hvort svipaðar eðlisbreytingar séu að eiga sér stað á öðrum þáttum heilbrigðiskerfisins þegar litið er til þess hvað fólk með alvarleg heilsufarsvandmál er að greiða mikið úr eigin vasa fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Það er líka freistandi að skilja tilboð um sjúkdómatryggingar dagsins sem eins konar birtingarmynd fyrir það sem hugsanlega gæti gerst í heilbrigðismálum á næstu misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðanir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur ástandið í tannheilsumálum þjóðarinnar verið til umræðu á opinberum vettvangi. Á málþingi sem samtökin Barnaheill stóðu nýlega fyrir var yfirskriftin „Heilbrigðar tennur: Mannréttindi eða forréttindi?" Þar kom fram að tannskemmdir meðal barna og unglinga hér á landi eru mun meiri en í nágrannalöndunum og ástandið hefur snarversnað sl. áratug. Það vakti sömuleiðis athygli að þegar Stokkhólmsútibú alþjóðlegu ráðgjafastofunnar „The Boston Consulting Group" skilaði skýrslu sinni til velferðarráðherra haustið 2011 reyndist fjöldi tannlækna á íbúa vera meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Norrænn samanburðurÁrið 2007 réðst Norræna ráðherranefndin í rannsókn á gæðaþróun og öryggi sjúklinga í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Þessi athugun náði m.a. til munn- og tannhirðu íbúa þessa heimshluta. Í skýrslu um niðurstöður hennar er að finna fróðlegar upplýsingar um ástandið í tannheilsumálum íslensku þjóðarinnar samanborið við stöðuna í grannlöndum okkar. Þar kemur fram, eins og sjá má á mynd 1, að tannheilsa 12 ára barna er mun lakari á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Aðrar mælingar og viðmið eins og SiC-viðmiðið eða „Significant Caries Index" segja sömu sögu um tannheilsu barna og unglinga. Tannheilsa aldraðra er heldur ekki góð. Samkvæmt norrænu rannsókninni voru 33% í aldurshópnum 65-74 ára með 20 eða fleiri heilar tennur árið 2007. Í Noregi er þetta hlutfall hæst eða 66%. Sviptingar í tannheilsuMynd 1.Tannheilsa þjóðarinnar var mjög bágborin langt fram eftir 20. öldinni. Halldór Laxness hélt því fram á þriðja áratugnum að tannpínusjúklingar væru stærsti flokkur landsins og undraðist að það skyldi látið viðgangast umtölulaust að stjórnarmeirihlutann skipuðu langþjáðir tannpínumenn. Um miðja öldina voru starfandi 25 tannlæknar í landinu og af þeim voru aðeins 3 starfandi utan suðvesturhornsins. Skólatannlækningar, sem hófust í Reykjavík 1922, efldust á 8. og 9. áratugnum og forvarnir fengu meira vægi í tannlæknaþjónustunni. Á síðustu áratugum aldarinnar var árangur íslenskrar tannheilbrigðisþjónustu orðinn sambærilegur við það sem best gerðist meðal norrænna þjóða. Árið 1996 var tannátustuðull (DMFT) 12 ára barna kominn niður í 1,5 og um aldamótin síðustu þótti því gerlegt að setja sér það markmið að hann yrði orðinn 1,0 árið 2010. Breytt skipulag tannlækninga ásamt breyttu mataræði og lífsháttum hefur orðið til þess að tannheilsa barna og unglinga fer nú þverrandi með hverju árinu sem líður. "Ábyrgð“ á herðar foreldraÍ kjölfar breyttrar löggjafar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga 1990 var foreldrum gert að greiða vaxandi hlut af kostnaði við tannlækningar barna. Álit Samkeppnisráðs árið 1996 um aðgerðir til að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði skólatannlækna og einkatannlækna átti sömuleiðis sinn þátt í að skólatannlækningar liðu endanlega undir lok árið 2002. Stjórnvöldum bauðst tækifæri til að draga úr útgjöldum ríkisins vegna tannlækninga og tannlæknar, sem lítinn áhuga höfðu á samningsgerð, skelltu í góm og hafa síðan einbeitt sér að því að veita þeim þjónustu sem geta borgað fyrir hana. Það sem af er þessari öld hafa ekki náðst samningar milli tannlækna og heilbrigðisyfirvalda um fjárframlög hins opinbera til tannlæknaþjónustu. Fyrir utan samninga um forvarnarskoðanir á tönnum 3, 6 og 12 ára barna. Er nú svo komið að Íslendingar greiða sjálfir yfir 80% af tannlæknakostnaði úr eigin vasa. Sá þáttur heilbrigðiskerfisins sem snýr að tannlækningum getur því varla talist af félagslegum toga. Einfaldlega vegna þess að til þess að svo sé mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Kerfisbreytingar?Það er svo áleitin spurning hvort svipaðar eðlisbreytingar séu að eiga sér stað á öðrum þáttum heilbrigðiskerfisins þegar litið er til þess hvað fólk með alvarleg heilsufarsvandmál er að greiða mikið úr eigin vasa fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Það er líka freistandi að skilja tilboð um sjúkdómatryggingar dagsins sem eins konar birtingarmynd fyrir það sem hugsanlega gæti gerst í heilbrigðismálum á næstu misserum.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar