Anna Kristín: "Þetta er sigur fyrir konur“ 20. júní 2012 15:40 Anna Kristín Ólafsdóttir „Þetta er áhugavert út af fyrir sig, það er ekki algengt að forsætisráðherra sé gert að borga einstaklingi miskabætur fyrir að ganga yfir hann á skítugum skónum," sagði Anna Kristín Ólafsdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi verið að minnsta kosti jafn hæf til þess að gegna starfi skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Sjálf var Anna Kristín stödd erlendis í fríi þegar Vísir náði tali af henni og hafði ekki lesið dóminn. Það var Arnar Þór Másson sem fékk starfið hjá forsætisráðuneytinu en valið stóð á milli hans og fjögurra kvenna, þar á meðal Önnu Kristínar. Ríkinu var gert að greiða henni hálfa milljón í miskabætur fyrir brotið. Ástæðan var ekki brot ráðuneytisins á jafnréttislögum þegar ráðið var í stöðuna, heldur viðbrögð þess við úrskurðinum þegar ráðuneytið birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem því var alfarið hafnað að ráðuneytið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Á það var fallist að tilkynningin hafi verið niðurlægjandi fyrir Önnu Kristínu og því uppfyllti það skilyrði varðandi lög um miskabætur. Anna Kristín segir málið athyglisvert, ekki síst fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skiptið sem héraðsdómur staðfestir bindandi úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þannig hefði verið hægt að fresta réttaráhrifum málsins, hefði ráðuneytið áfrýjað málinu til dómstóla innan 30 daga, en það gerðu þau ekki og var því álitið bindandi. Anna Kristín bendir einnig á að fáránleiki málsins nái nokkrum hæðum, að hennar mati, þegar það er haft í huga að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, var í forsvari fyrir því að breyta lögum með þeim hætti að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála yrðu bindandi fyrir dómstólum. „Annars er ég mjög sátt við niðurstöðuna," segir Anna Kristín sem bætir við að það versta sé þó að ef málflutningur ríkislögmanns fyrir rétti standist, það er að hún hafi verið metin fimmta hæfust í starfið, þá hafi einnig verið brotið á þremur öðrum konum í þessu ferli. En eitt er Anna Kristín viss um, „þetta er sigur fyrir konur," segir hún um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Tengdar fréttir Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Sjá meira
„Þetta er áhugavert út af fyrir sig, það er ekki algengt að forsætisráðherra sé gert að borga einstaklingi miskabætur fyrir að ganga yfir hann á skítugum skónum," sagði Anna Kristín Ólafsdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi verið að minnsta kosti jafn hæf til þess að gegna starfi skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Sjálf var Anna Kristín stödd erlendis í fríi þegar Vísir náði tali af henni og hafði ekki lesið dóminn. Það var Arnar Þór Másson sem fékk starfið hjá forsætisráðuneytinu en valið stóð á milli hans og fjögurra kvenna, þar á meðal Önnu Kristínar. Ríkinu var gert að greiða henni hálfa milljón í miskabætur fyrir brotið. Ástæðan var ekki brot ráðuneytisins á jafnréttislögum þegar ráðið var í stöðuna, heldur viðbrögð þess við úrskurðinum þegar ráðuneytið birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem því var alfarið hafnað að ráðuneytið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Á það var fallist að tilkynningin hafi verið niðurlægjandi fyrir Önnu Kristínu og því uppfyllti það skilyrði varðandi lög um miskabætur. Anna Kristín segir málið athyglisvert, ekki síst fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skiptið sem héraðsdómur staðfestir bindandi úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þannig hefði verið hægt að fresta réttaráhrifum málsins, hefði ráðuneytið áfrýjað málinu til dómstóla innan 30 daga, en það gerðu þau ekki og var því álitið bindandi. Anna Kristín bendir einnig á að fáránleiki málsins nái nokkrum hæðum, að hennar mati, þegar það er haft í huga að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, var í forsvari fyrir því að breyta lögum með þeim hætti að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála yrðu bindandi fyrir dómstólum. „Annars er ég mjög sátt við niðurstöðuna," segir Anna Kristín sem bætir við að það versta sé þó að ef málflutningur ríkislögmanns fyrir rétti standist, það er að hún hafi verið metin fimmta hæfust í starfið, þá hafi einnig verið brotið á þremur öðrum konum í þessu ferli. En eitt er Anna Kristín viss um, „þetta er sigur fyrir konur," segir hún um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Sjá meira
Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01